Sellout ég hef verið að skoða allskonar hljómsveitir upp á síðkastið, metal, rock, grunge, punk, punk/rock og fleira og hef koist að því að flestar hljómsveitir, á einhverjum punkti, selja sig.

Hugsið um það fólk, allar þessar hljómaveitir sem við dýrkum, Metallica, ACDC, Led Zeppelin, Green Day, Rolling Stones, Nirvana o.fl. hafa selt sig, misst aðdáendur við það og fengið aðra.
Það sem ég hef verið að spá í er: er hægt að stofna hljómsveit, verða frægur og vera dýrkaður án þess að selja sig, eða drepa sig?

Hugtakið “að selja sig” þýðir í tónlist að sá sem að maður dýrkaði, sá sem sagði að hann væri á móti kerfinu byrjar að vinna með kerfinu, t.d. Green Day á sínum fyrri árum, þeir voru fyrirmynd margra hlustenda og síðan gerðu þeir plötu sem hét Dookie og gerðu nokkur tilgangslaus video og seldu sig þannig, auglýstu sig og breyttu algerlega um tónlistargerð.

Hver er sammála mér?

Hvernig er hægt að verða frægur án þess að selja sig?

Komið með dæmi um sellout.