Við vorum að fá í hús fullt af nýjum og spennandi plötum og svo nokkrar eldri gullmola í bland. Í sendingunni eru meðal annars fyrsta breiðskífa Wolf Parade “Apologies to Queen Mary” en þeir eru eins og vitað er að spila á Iceland Airwaves 20. október á Gauki á Stöng.
Einnig fengum við eina af betri plötum ársins sem er “Everything All The Time” með Band of Horses.

Í sendingunni er nýtt og fleira í bland frá útgáfum á borð við Sub Pop, Bella Union, Hydra Head, Deathwish Inc., Rabid, V2, flösuþeytingarmerkinu SPV o.fl.

: : : SPV : : :

Accept - Accept
Accept - Breaker
Accept - I'm A Rebel
Accept - Restless & Wild
Ace Frehley - Loaded Deck
Blackmore's Night - Beyond + DVD
Blackmore's Night - Ghost Of A R
Blue Oyster Cult - Cult Classics
Cheap Trick - Special One
Dr Feelgood - Primo
Hatesphere - Sickness Within
Iggy Pop - Nuggets 2CD
Impellitteri - Pedal To The Meta
Jefferson Starship - Windows Of
Joan Jett - Pure & Simple
Kansas - Somewhere To Elsewhere
King's X - Black Like Sunday
King's X - Live All Over The Pla
King's X - Safety/Come Somewhe
Kreator - Live Kreation DVD
Lynyrd Skynyrd - Edge Of Forever
Lynyrd Skynyrd - Then & Now
Magnum - Livin' The Dream DVD
Manowar - Fire And Blood DVD
Manowar - Hail To England
Manowar - Hell On Earth IV DVD
Manowar - Hell On Earth 1 DVD
Manowar - Hell On Stage 2CD
Manowar - Hell On Wheels 2CD
Manowar - Into Glory Ride
Manowar - Warriors Digi Pack
Metal Church - A Light In The Da
Monster Magnet - Spine Of God
Monster Magnet - 25
Motorhead - Everything Louder
Motorhead - Hammered
Motorhead - Kiss Of Death
Motorhead - Overnight Sensation
Motorhead - Snake Bite Love
Motorhead - Stage Fright DVD
Motorhead - We Are Motorhead
Nashville Pussy - Get Some
Nico - Fata Morgana
Overkill -Bloodletting/Coverkill 2CD
Overkill - Fuck You
Overkill - Necroshine
Pain Of Salvation - Be
Pain Of Salvation - Be Live DVD
Pentangle - One More Road
Public Enemy - Revolverlutio DVD
Sepultura - Dante XXI
Sepultura - Roorback ltd 2CD
Spock's Beard - Don't Try Th DVD
Spock's Beard - Feel Euphoria Sp
Spock's Beard - Snow 2CD
Tommy Shaw - 7 Deadly Zens
Type O Negative - Symphony DVD
Yngwie Malmsteen - Unleash The



Peter Björn & John - Writer's Block cd & lp

Writer's Block er þriðja breiðskífa sænska tríósins Peter Björn & John. Hljómsveitin var stofnuð í Stokkhólmi árið 1999 af þremenningunum Peter Morén, Björn Yttling og John Ericksson. Writer's Block er stútfull af hnitmiðuðum og ástríðufullum lagasmíðum með baroque- (sbr. Burt Bacharach, Carpenters), kraftpopps- (sbr. Big Star, Wilco) og nýbylgju-ívafi (sbr. The Shins, Yo La Tengo).

Lög eins og “Young Folks” og “Amsterdam” eru þegar farin berast út eins og eldur í sinu um loftbylgjur og netheima.

Tvímælalaust ein af betri plötum ársins og jafnvel síðari ára.

Peter Björn & John - Young Folks Remixes 12"

Mates of State - My Solo Project cd

My Solo Project er fyrsta breiðskífa Mates of State og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi, hávær en angurvær popptónlist í anda Quasi, Ben Folds Five og Yo La Tengo.

Mates Of State - Bring It Back

Mates of State var stofnuð í Kansas af hjónakornunum Kori Gardner og Jason Hammel árið 1997. Framan af höfðu hjúin spilað með stórsveit í Kansas þar sem þau sungu og spiluðu á gítara en ákváðu að róa á önnur mið með því að stofna Mates of States. Þau fluttust um set til San Francisco.

Kori spilar á orgel og undir spilar Jason á trommur saman syngja þau yfir hnausþykkt lag af orgel og framandi melódíur.

Aðdáendur sveita á borð við Throwing Muses, Sleater-Kinney, Stereolab, Yo La Tengo, Quasi o.fl. ættu að kynna sér þessa frábæru sveit.

www.myspace.com/matesofstate
www.matesofstate.com

*Mates of State spila á Moshi Moshi kvöldi í Listasafni Reykjavíkur 19. október.

My Latest Novel - Wolves

Fyrsta breiðskífan frá þessu skoska bandi sem sameinar það besta frá sveitum á borð við Talk Talk, Belle and Sebastian, Arcade Fire og The Delgados.

My Latest Novel hefur verið á tónleikaferð með Low og skipar sér í flokk með frábærum sveitum á borð við Midlake, Dirty Three, Explosions in the Sky, Lift To Experience o.fl., en þær sveitir gefa út á hina kyngimagnaða merki Bella Union sem er í eigu meðlima Cocteau Twins.

www.myspace.com/mylatestnovel


The Russian Futurists - Me, Myself & Rye

The Russian Futurists er kanadísk sveit leit af Matt Adam Hart sem er afar hnittinn lagahöfundur. Með þremur breiðskífum sínum hefur sveitin eignast ekki ómerkari aðdáendur en Peter Buck úr R.E.M. og Graham Coxon úr Blur.

Tónlistin er marglaga lágfitlspopp þar sem andar Brian Wilson, The Magnetic Fields, Gary Numan og Flaming Lips svífa yfir vötnum.

www.myspace.com/therussianfuturists


The Pipettes - We Are The Pipettes

We Are The Pipettes er fyrsta breiðskífa The Pipettes. Þessi enska hljómsveit gefur út hjá Memphis Industries sem einnig gefa út The Go! Team og sænsku hippana í Dungen. Hljómsveitin hefur vísvitandi reynt að endurkalla stemmninguna sem var í kringum kvenna- hljómsveitir sjöunda áratugarins sem unnu með Phil Spector, t.a.m. The Ronettes, The Shangri-Las o.fl.

Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu og hefur verið að hita upp fyrir tónlistarmenn á borð við The Magic Numbers, Graham Coxon og The Go! Team.

We Are The Pipettes gulltryggir sumar 365 daga á ári, nema náttúrulega á hlaupaári því þá eru 366 dagar.

Drowned In Sound: “We Are The Pipettes is possibly the only pure-pop record you need own this year.”

Pitchfork Media: “While We Are the Pipettes often swells and soars… it doesn't come near the symphonic grandeur of the best of 60s girl pop. At its best, however, these pocket-sized songs still burst with verve and vitality, mixing heart-pumping melodies with carefree, almost conversational vocals.”

The Guardian: “It's heavy on Motown basslines, dramatic strings and love affairs that thrive and die on the dance floor. But the victim culture of the girl group classics is replaced by a punk-edged, polka-dot feminism.”

www.myspace.com/thepipettes
www.thepipettes.co.uk


The Knife - Heartbeats cds

The Knife - Silent Shout 12"

Ný tólf tomma frá sænsku leynisveitinni The Knife og er þetta smáskífa af titillagi nýjustu breiðskífu þeirra.


The Go! Team - Thunder, Lightning, Strike

The Go! Team er hljómsveit frá Brighton í Englandi og stimplaði sig rækilega inn á tónlistarlandakortið árið 2004 með breiðskífunni Thunder, Lightning, Strike. Hljómsveitin var stofnuð af Ian Parton sem semur grindina af öllum lögum sveitarinnar. Einnig eru í sveitinni gítarleikarinn Sam Dook sem áður var í I'm Being Good sem hefur tvívegis komið til Íslands, söngkonan Ninja, Chi Fukami Taylor og Kaori Tsuchida sem lemja húðir og gítarleikarinn Jamie Bell.

The Go! Team tekst betur en flestum að blanda saman ólíkum straumum og stefnum. Á Thunder, Lightning, Strike má heyra blöndu hip hop, fönki, garage, 60's twee-poppi og melódísku 90's indírokki.

MySpace: www.myspace.com/thegoteam
Heimasíða: www.thegoteam.co.uk/

*The Go! Team spila í Listasafni Reykjavíkur ásamt Apparat Organ Quartet, Jakóbínurínu, Islands, Benna Hemm Hemm og Baggalút, föstudagskvöldið 20. október.

The Album Leaf - Into The Blue Again

Into The Blue Again er fjórða breiðskífa The Album Leaf eða Jimmy LaVelle. Breiðskífan var að hluta til tekin upp í hljóðveri Sigur Rósar, Sundlauginni. Hljóðblöndun hennar var í höndum Birgis Jóns Birgissonar sem hefur unnið með Sigur Rós sem og tónlistarmönnum á borð við Jeff Who?, Mugison, Pétri Ben o.fl.

Jimmy hefur starfað með sveitum á borð við The Black Heart Procession, Tristeza, The Locust o.fl.

Into The Blue Again er án ef fjölbreytta og ef ekki besta breiðskífa The Album Leaf til þessa.

Alternative Press: “Shows LaValle exploring new and exciting sonic territory with mostly positive results.”

The Black Keys - Magic Potion cd & lp

Hér er á ferðinni nýjasta breiðskífa hráblús- og bílskúrstvíeykisins The Black Keys. Sveitin hefur hingað til skapað sérstöðu í geira sem kenndur hefur verið við sveitir á borð við The White Stripes, The Dirtbombs, Detroit Cobras o.fl. The Black Keys spila hálfgerðan pönkblús þar sem þeir sækja stíl sinn til eldri blúsmeistara á borð við R.L. Burnside, Junior Kimbrough o.fl. í bland við nýrri tónlistarmenn eins og áðurnefnda sveitir sem og Jon Spencer Blues Explosion sem og 60's bílsskúrsrokkarana í The Sonics.

Entertainment Weekly: “Looser, but no less excellent, than their last collection.”

Paste Magazine: “This is the band's best yet.”

All Music Guide: “This is vulgar music, completely unsentimental or nostalgic but with a deep, wild, and tenacious heart; it's spooky, un-caged, and frighteningly descriptive of our time and place.”


Lift To Experience - The Texas-Jerusalem Crossroads

Lift To Experience var dularfullt band sem stofnað var í Denton í Texas rétt fyrir síðustu aldarmót og hvarf skyndilega af sjónarsviðinu vegna óhófs í líferni meðlima og þó aðallega söngvarans Josh T. Pearson. Þessi þrímennings-sveit sendi frá sér þessa einu skífu árið 2001 sem náði eyrum Robin Guthrie og Simon Raymonde úr Cocteau Twins sem gáfu hana út á hinu frábæra Bella Union-merki.

Þetta er költ-klassík og hananú.

Fyrir aðdáendur Jeff Buckley, Slint, My Bloody Valentine, Hum og 16 Horsepower.

JR Ewing - Maelstrom

Fjórða breiðskífa norsku rokkarana í JR Ewing.

Post–hardcore í anda sveita á borð við Coheed and Cambria, Drive Like Jehu, At The Drive-In, Converge og e.t.v. Mínus og Future Future.


Lambchop - Damaged

Nýjasta breiðskífa einnar fjölmennustu Americana-sveitar heimsins.

Jason Collett - Idols Of Exile

Idols of Exile er önnur sólóskífa Jason Collet sem er meðlimur hinnar frábæru sveitar Broken Social Scene. Sem sóló-tónlistarmaður er Jason lágstemmdari og tregafyllri en gengur og gerist í hinni fjölmennu Broken Social Scene, tónlistin er afslappaðri og frjálsari í reipunum. Á plötunni spila með honum meðlimir helstu jaðarsveita Kanada, t.a.m. Metric sem verða á Iceland Airwaves í ár, Broken Social Scene, Stars og Do Make Say Think.

Aðdáendur tónlistarmanna á borð við Iron and Wine, Death Cab For Cutie, Lou Barlow (Sebadoh/Folk Implosion/Dinosaur Jr.), Smog og e.t.v. Gavin DeGraw ættu að kynna sér Idols of Exile.

The Onion: “There are 12 distinct songs on Idols Of Exile, united by Collett's light touch and sense of snap.”

Stylus Magazine: “Idols is not quite ”country“ enough to tackle the road to the prairies, but the headspace of the album is clearly in a place with plenty of room to breathe.”

Pitchfork Media: “Idols of Exile is consistently solid; the songs are fully realized and, ultimately, memorable.”

Uncut: “Collett's debut album reveals him as an alt.country confessionalist akin to Paul Westerberg (The Replacements).”

Under The Radar: “One of the greatest singer-songwriter albums to come out of Canada in the last ten years.”

Field Music - Field Music

Field Music er frábær hljómsveit skipuð meðlimum Futureheads og Maximo Park.

The Onion: “Field Music is a joyful piece of pop art, and a case study in how fragments can make mosaics.”

Spin: “Few bands this side of Wilco float along so easily on little more than diagonally rendered elegiac noises and severe anxiety disorder.”

All Music Guide: “Smart, inventive, and exciting guitar pop.”


Grandaddy - Just Like The Fambly Cat


Just Like the Fambly Cat er fimmta breiðskífa og um leið svanasöngur hinnar mikilvægu sveitar Grandaddy.

Village Voice: “In a time when so many bands don't know why they exist but keep on vanning anyway, his honest tale is touching and instructive.”

Coke Machine Glow: “So to those bored to tears by Sumday, take notice: though it fails to break any new ground, Just Like the Fambly Cat is as good a parting shot from these guys as we could have expected.”

New Musical Express: “This is Americana of the highest order.”

All Music Guide: “There is a depth of emotion and seriousness here that had been missing on Sumday, Lytle's vocals have a gravity they lacked before, and the bandmembers seem to mean every note they play this time.”


Desaparecidos - Read Music/Speak Spanish

Desaparecidos er hljómsveit leidd af hinum afkastamikla og frábæra tónlistarmanni Conor Oberst eða Bright Eyes. Í Desaðarecidos spila meðlimir úr tónleikasveit Bright Eyes ásamt meðlimum hljómsveitarinnar The Good Life sem einnig gefa út hjá Saddle Creek.


All Music Guide: “The talented young songwriter seems ready to burst out into something noisier, and he gets that chance with Desaparecidos.”

Band Of Horses - Everything, All The Time cd & lp

Everything All The Time kom út í byrjun árs og setur ennþá fast í sessi sem ein óvæntasta og eftirminnilegasta breiðskífa ársins. Sama hversu oft maður heyrir The Funeral hljóma í útvarpi sem og annarsstaðar fær maður ekki leið á því. Svo er platan líka stútfull af tilfinningaþrungnum og fögrum lagasmíðum.


Camera Obscura - Let's Get Out of this Country

Þriðja breiðskífa Camera Obscura frá Skotlandi, hljómsveit sem eitt sinn hljómuðu líkt og Belle and Sebastian en gera ekki enn. Frábært og hnitmiðað popp með smá “dash” af krútti.

Filter Magazine: “Pure and unabashed pop bliss.”

All Music Guide: “You might not find heartache as enchanting as this anywhere else. ”

Slant Magazine: “While the songs are undeniably beautiful and even fun, the music provides a vital balance to the album's substantial thematic heft, and it's that combination that makes Let's Get Out Of This Country one of the year's best pop albums.”

Uncut: "With [Belle & Sebastian] now seemingly lost to soft-pop pastichery, CO have come out of their shadow and flourished."

Converge - Long Road Home DVD

Tónleika DVD með Converge.

Converge - You Fail Me LP

Nýjasta breiðskífa Converge á vínil.


CSS - Cansei De Ser Sexy

CSS er brasilísk stuðsveit sem hefur verið að spæla dansgólf með fyrstu breiðskífu sinni sem ber heitið Cansei De Ser Sexy sem þýðist “þreytt(ur) á því að vera of sexí”. Hljómsveitin hefur fengið þann stimpil á sig fyrir að vera of skemmtileg og er það sosum ekkert slæmt, eða hvað?

Tónlistarlega mætti staðsetja sveitina með nútímatónlistarmönnum á borð við Scissor Sisters, Le Tigre, M.I.A., DFA og Peaches sem og eldri goðsagnir á borð við The Slits, Blondie og ESG.

Stylus Magazine: “Lots of handclaps, woo woo backing vocals, and laughs amid funny observations about contemporary urban hipster life reveal an assured and charming debut.”

The Guardian: “They sound like an unlikely, brilliantly wrong fusion of Tom Tom Club, dance culture and the Fall.”

Uncut: “There's a gleeful, shonky exuberance to this debut all their own.”

Q Magazine: “Their 11 post-punk/hip-hop songs are brittle, but catchy and fun.”

www.myspace.com/canseidesersexy


Isis - Oceanic Remixes

Endur hljóðblandanir af Oceanic með Isis, meðal blandara eru Mike Patton og Justin Broadrick. Svo er ný plata og DVD á leiðinni.

Jesu - Silver

Jesu er listamannsnafn hins enska Justin Broadrick sem í gegnum tíðina hefur samið tónlist í og með hljómsveitum á borð við Godflesh, Napalm Death, Techno Animal o.fl. Justin er afar fjölbreyttur og fjölhæfur tónlistarmaður sem hefur fengist við að semja ýmsar gerðir af músík t.a.m. industrial, elektróník, indí- og dauðarokk.

Með Jesu blandar hann saman ólíkum áhrifum þannig að útkoman verður aðdáunarverð. Á Silver krauma saman marglaga hljóðveggur í anda My Bloody Valentine og Slowdive í bland við harðari tóna Godflesh, Head of David, God og jafnvel Swans.

Silver er án efa eitt aðgengilegasta verk Justin Broadrick til þessa.

Jesu - S/T

Fyrsta þröngskífa Jesu.

Einnig frá Hydra Head:

Pelican - The Fire in Our Throats Will Beckon the Thaw
Botch - We Are The Romans

Love As Laughter - Laughter's Fifth cd

Eins og nafnið segir til þá er Laughter's Fifth fimmta breiðskífa hljómsveitarinnar Love As Laughter. Þessi sveit er leidd af náunga sem heitir Sam Jayne sem eitt sinn leiddi hina goðsagnakenndu indí-sveit Lync. Laughter's Fifth er þriðja breiðskífan hjá Sub Pop en áður gaf sveitin út hjá K Records (Beck, The Microphones, Beat Happening, Built To Spill, Modest Mouse o.fl.). Það væri ekki orðum ofaukið að segja að Love As Laughter er ein vanheyrða og vanmetnasta jaðarsveit vorra tíma. Sveitin hefur gefið út þrjár skotheldar breiðskífur í röð þar sem sveitin fangar anda sveita á borð við Sonic Youth, MC5, The Rolling Stones (ca. Exile on Main Street), The Shins, Love o.fl. og nær að gera hann að sínum eigin.

All Music Guide: “It's personal, it's cryptic, it's hilarious – it's Laughter's Fifth, and Sam Jayne is definitely some kind of genius.”

Alternative Press: “Jayne shrouds his more subversive content in Laughter's Fifth's tambourine-tapping, upbeat numbers.”

Uncut: “These are great, clever, slovenly rock songs.”

Pitchfork Media: “The virtually quirk-free Laughter's Fifth settles nearly its entire weight onto Jayne's songwriting shoulders. Fortunately, however, it's a load Jayne sounds as if he was born to tote, and here he delivers what is undoubtedly his tightest, most satisfying batch of songs to date.”

Melt Banana - Scratch Or Stitch

Loksins fáanleg á ný. Melt Banana, japönsk hljómsveit sem allir elska að elska en fáir hafa heyrt í. Melt Banana hefur verið starfrækt í um fimmtán ár og eignaði sér fljótlega aðdáendahóp utan heimalands síns og þá aðallega í Englandi og Bandaríkjunum.


Hljómsveitin spilar spastískt pönk sem gengur út í öfga. Hljómsveitin hefur á starfstíma sínum gefið út plötur á hinum og þessum útgáfum og deilt sviði með ekki ómerkari sveitum en Sonic Youth, Stereolab, Shellac og m.a.s. unnið í samstarfi með hinum rammíslensku Stilluppsteypu.

Scratch or Stitch var tekin upp af þeim Jim O' Rourke og Steve Albini en þeir sáu einnig um upptökur á væntanlegri breiðskífu Joanna Newsom, Ys.

Minus The Bear - Menos El Oso

Menos El Oso er nýjasta breiðskífa Minus The Bear sem spiluðu á heldur betur óvæntum tónleikum á Grand Rokk fyrir nokkrum árum, unnendum sveitarinnar til mikillar ánægju. Minus The Bear samanstendur af meðlimum sveita á borð við Botch, Kill Sadie og Sharks Keep Moving.

Minus The Bear spila metnaðarfullt, melósískt og flókið rokk í anda ólíkra sveita á borð við Fugazi, At The Drive-In, Coheed and Cambria o.fl. ámóta sveita.

Alternative Press: “There's a constant sense of forward motion to Menos El Oso that suits the whole metaphor of growing up and growing out.”

Drowned In Sound: “The potential and promise that was spoken of so fervently when Minus The Bear arrived is slowly being fulfilled.”

Urb: “A sublime success.”


Minus The Bear - They Make Beer Commercials Like This

Önnur breiðskífa Minus The Bear.


The Postal Service - Give Up cd & lp

Loksins komin aftur.

The Shins - Chutes To Narrow cd & lp

Loksins komin aftur, cd og vínill. Ný plata væntanleg á næsta ári.

The Shins - Oh, Intended World cd & lp

Loksins komin aftur á cd og vínil.


Suicide - Half Alive

Half Alive er tónleikaplata með frumkvöðlunum Alan Vega og Martin Rev í Suicide. Það væri ekki of stórt til orða tekið að segja að Suicide hafi verið álíka mikilvægir fyrir industrial-tónlist og Kraftwerk voru fyrir danstónlist. Suicide var stofnuð árið 1971 í New York og hefur sveitin haft mótandi áhrif á margar kynslóðir hljómsveita, t.a.m. Soft Cell, The Jesus and Mary Jane, Earasure, Peaches, Sonic Youth, Skinny Puppy, Spiritualized og m.a.s. Bruce Springsteen.

Half Alive inniheldur tónleikaupptökur frá árunum 1974-1981 og fangar hún vel hið magnaða andrúmsloft sem umlukti sveitina. Af flestum talin besta tónleikaheimild um þessa merku og mikilvægu sveit.

The Thermals - The Body, The Blood, The Machine cd & lp

The Body, The Blood, The Machine er þriðja breiðskífa The Thermals og án efa þeirra sterkasta breiðskífa til þessa. The Thermals var stofnuð af meðlimum sveita á borð við All Girl Summer Fun Band, Kind of Like Spitting o.fl. og var sveitin stofnuð í Portland í Oregon árið 2002. Meðal fyrstu aðdáenda sveitarinnar var Ben Gibbard forsprakki Death Cab For Cutie og annar helmingur The Postal Service sem kom þeim í samband við Sub Pop útgáfuna sem hefur gefið út allar plötur sveitarinnar.

The Thermals spilar melódískt og grípandi hrárokk í anda sveita á borð við Guided By Voices, Beat Happening, Weezer og 13th Floor Elevators.

The Body, The Blood, The Machine var tekin upp í Supernatural Sounds Studios af Brendan Canty sem er best þekktur sem trymbill hinnar goðsagnakenndu Fugazi.

Pitchfork Media: “The Body's story is just vague and gruesome enough to be weirdly terrifying, totally Orwellian, and grander, louder, and more electrifying than anything the Thermals have spit out before.”

Coke Machine Glow: “It's downright exciting for a band like the Thermals to emerge with something so simple and unflustered, so bereft of unnecessary baggage, a shining light of a record that delivers on its early promise.”

All Music Guide: “With The Body, The Blood, The Machine the Thermals haven't made another thrilling noisy gem like More Parts Per Million, they've made an inspired and inspiring, semi-grown up indie rock record with more thought than thrills.”

www.myspace.com/thethermals

Wolf Parade - Apologies to Queen Mary

Segja má svo að Wolf Parade hafi komið, séð og sigrað með fyrstu breiðskífu sinni, í einhverjum mæli allavega. Hljómsveitin var stofnuð í Montreal fyrir tæpur þremur árum og á þessu stutta tíma hefur sveitin gefið út þröng- og breiðskífur á hinu virta Sup Pop útgáfumerki.

Apologies To Queen Mary var tekin upp af söngvara Modest Mouse, Isaac Brock, mikill unnandi sveitarinnar.

Það mætti segja að það sé eitthvað í vatninu í Montreal, allavega kynda sveitir á borð við Wolf Parade, Arcade Fire og Broken Social Scene vel undir þeirri kenningu.

Stylus Magazine: “They've cleaned up their grungy guitar lines (thank you Sub Pop), reworked a few of the best songs from their early EPs, and the result is undoubtedly the best contender for the Arcade Fire/Broken Social Scene-helm of 2005.”

Pitchfork Media: “On paper this all could sound average, but Wolf Parade's true talent is transforming the everyday into the unprecedented.”

Billboard: “A fine, quirky entrance that hints at a band poised for bigger things down the road.”

All Music Guide: “They'll change your life.”

The Guardian: “Magnificent, all told.”

MySpace: www.myspace.com/wolfparade