Kyuss Kyuss var upphaflega stofnað árið 1989, en þá hétu þeir Sons of Kyuss, þangað til þeir gáfu út sína fyrstu plötu, sem er mjög sjaldgæf, sem hét einfaldlega Sons of Kyuss. Nafnið fengu þeir úr Dungeons and Dragons, en styttu svo nafnið í Kyuss seinna á árinu, en þá með nokkra nýja tónlistarmenn. Þeir gáfu út Wretch, fyrstu plötu sem Kyuss árið 1991 og þá var hljómsveitin skipuð

John Garcia (söngvari)
Josh Homme (gítar)
Nick Oliveri (Bassi)(spilaði seinna með Queens of the Stone Age)
Brant Bjork (Trommur)

Þeir spiluðu til að byrja í á skemmtistöðum og spiluðu svo oft í partíum sem voru haldin út í eyðimörk, sem voru kölluð “generator parties” vegna þess að notað voru “gasoline generators” til að fá rafmagn.Josh Homme var frægur fyrir gítarleik sinn fyrir það að tengja bassa “amplifier” við gítarinn og búa þannig til svona hard bass sound.
Kyuss er brautriðjendur í tónlistarstefnu sem er kölluð annaðhvort Stoner Rock/Stoner Metal eða Desert rock.

Kyuss gáfu út 5 plötur

1990 Sons of Kyuss

1991 Wretch

1992 Blues for the Red sun

1994 Welcome to Sky Valley

1995 …And the Circus Leaves Town

Árið 1997 kom svo út mjög sjaldgæfur diskur, Split diskur með Queens of the Stone Age
Kyuss/Queens of the Stone Age
Svo árið 2000 kom út Best Of diskur sem fékk nafnið
Muchas Gracias: The Best of Kyuss
Seinna eftir …And the Circus Leaves Town fóru allir sína leiðir.

Josh Homme stofnaði Queens of The Stone Age, og fékk Nick Oliveri og Alfredo Hernandez með sér.Á meðan John Garcia hefur verið í mörgum hliðarverkefnum, meðal annars:
Unida
Hermano
Slo Burn

Seinna hætti Hernandez í QOTSA og fór að spila með Fatso Jetson og Yawning Man.


Mæli með að sem flestir tónlistaráhugamenn kynni sér þessa hljómsveit.