Mixið mitt - tilhvers Mikið borið á svona greinum á þessu áhugamáli og hér kemur enn ein.

1 Bleeding Heart Show - The New Pornographers.

Rosalega flott lag með þessari Kanadísku Indie hljómsveit af disknum ‘Twin Cinema’ sem kom út í fyrra.


2 Build God Then We'll talk - Panic! At the disco

Skemmtileg hljómsveit frá Las Vegas sem spilar einhverskonar rokk/pönk/popp eitthvað með þetta skemmtilega lag af disknum ‘A Fever You Can’t Sweat Out' sem kom út í fyrra sem er jafnframt þeirra eini diskur.


3 Viðrar Vel Til Loftárása - Sigur Rós

Fæ hreinlega ekki nóg af þessu lagi, svo rosalega flott með að mínu mati einni af betri hljómsveitum. Kom út á disknum ‘Ágætis Byrjun’


4 La villa strangiato - Rush

Hljóðfæraleikurinn er rosalegur í þessu lagi (og reyndar flest öllum) með þessu prog-rokk bandi frá Kanada.
Lagið kom út á plötunni ‘Hemispheres’ árið 1978. Rosalega góð hljómsveit.


5 Friend of the night - Mogwai

Frábært lag af nýjasta disk skosku post-rokk hljómsveitarinnar Mogwai. Diskurinn heitir ‘Mr. Beast’ og kom bara út fyrir nokkrum vikum eða 6. mars.


6 Black Rose Immortal - Opeth

20 mínútna og fjórtán sekúndna meistaraverk frá þessum sænsku prog-deathmetal snillingum, flest löng lög fara oftast út í eitthvað bull en ekki þetta, mér finnst þetta vera frábært lag allan tímann.
Kom út á disknum ‘Morningrise’ ‘96.


7 So Here We Are - Blog Party

Mjög svo skemmtilegt lag með svo mjög skemmtilegri hljómsveit.
’Silent Alarm'(2005)


8 Rebellion - Arcade Fire
Gott lag með góðri hljómsveit. Er búið að vera svolítið á útvarpinu hérna, bara mjög gott lag.
Kom út á ‘Funeral’ 2004.


9 Here Comes A Special Boy - Freezepop
Haha, geðveikt lag, hef reyndar ekki hugmynd hvort ég eigi að taka þetta lag alvarlega (ættuð að skilja mig ef þið hlustið á textann) Alvöru synthpop. Er ekki viss um hvort það hafi komið út á einhverjum disk.


10 Aftermath - Kimono
Ein af betri íslensku hljómsveitunum sem ég hef heyrt í. Mjög gott lag af þeim mjög góða disk ‘Arctic Death Ship’ sem kom út að ég held árið 2005


11 Love will tear us apart - Joy Division
Þetta lag er með einni af bestu pönk hljómsveitum allra tíma. Líklega þeirra frægasta lag, enda alvega rosalega gott.
Platan ‘Closer’ 1988


12 Purr - Sonic Youth
Eitt Sonic Youth lag svo í lokin. Að mínu mati þeirra besta lag (ásamt Teenage Riot) Þau komu hingað í fyrra og héldu tvenna tónleika sem ég komst því miður ekki á.
Dirty 1992



Myndin sem fylgir greininni er af Michael Bolton sem kemur greininni nákvæmlega ekkert við.