Þetta er fyrsta tónlistargagnrýnin mín, svo hún gæti verið heldur léleg.
Geisladiskurinn American Idiot með hljómsveitinni Green Day er án efa skemmtilegasti diskurinn í geisladiskasafninu mínu. Green Day spilar pönk rokk, og eru frægir fyrir það að lita hárið á sér í mismunandi litum í hvert sinn sem þeir gefa út disk (grænt, appelsínugult og hvernig sem er).
Ég ætla að reyna eftir bestu getu að gagnrýna þennan nýjasta disk þeirra, American Idiot, og ég vona að það heppnist hjá mér.

Áður en ég fer í lögin, ætla ég að segja frá svolitlu sérstöku við þessa plötu. Í laginu Letterbomb koma fram nöfnin American Idiot, Jesus of Surburbia og St. Jimmy, en það eru einmitt nöfn þriggja annara laga á disknum.
Þessi diskur er sérstakur útaf því að fullt af þannig tilvikum koma fram í honum, þ.e. lagaheiti af disknum koma fram í fleiri en bara einu lagi. Þetta gerir diskinn skemmtilega öðruvísi.

1. American Idiot 9/10

Þetta lag er í sjálfu sér bara snilld. Reyndar, þá var það þannig, að frændi vinkonu minnar fékk lánaðan mp3 spilarann minn bara til að geta hlustað á kallinn seigja ‘’Don’t wanna be an American Idiot’’ aftur og aftur. Þessum frænda vinkonu minnar fannst hinsvegar restin af laginu ekkert sérstök, og ég verð að vera sammála honum að hluta til í því. Það er eitthvað við þetta lag sem er ekki alveg að virka.

2. Jesus of Surburbia 10/10

Þetta lag er uppáhalds lagið mitt á disknum. Þessu lagi er skipt í fimm hluta, þ.e. Jesus of Surburbia, City of the damned, I don’t care, Dearly beloved og Tales of another broken home. Ég verð að gefa þeim stórt hrós fyrir það hvernig þeir skipta á milli lagahluta. Ég hef heyrt mörg lög þar sem skipt er úr einhverju hryllilega hröðu niður í hægt eða öfugt, og það virkar ekki alltaf nógu og vel. Í þessu lagi virkar það hinsvegar fullkomlega. Svo er þetta einfaldlega mjög skemmtilegt lag.

3. Holiday 8,5/10

Þetta lag er mjög gott, en það jafnast samt ekkert á við Jesus of Surburbia. Ég persónulega þurfti að hlusta nokkrum sinnum á það til að finnast það skemmtilegt.
Hinsvegar er alveg jafn góð skipting úr hröðu í hægt í þessu lagi og í hinum lögunum. Ég veit í raun ekki hvað ég á að segja meira um þetta lag.

4. Boulevard of broken dreams 9,5/10

Þetta lag er ástæðan fyrir því að ég keypti diskinn. Ég heyrði það í útvarpinu og varð að fá það á disk, og ég er mjög ánægð að ég keypti diskinn. Það er eitthvað við þetta lag sem er alveg sérstakt. Þetta er hryllilega flott og vel gert lag.

5. Are we the waiting 7,5/10

Í fyrstu fannst mér þetta skemmtilegasta lagið á disknum, en það entist ekki. Það er eitthvað niðurdrepandi við viðlagið sem verður til þess að maður nennir ekki að hlusta, eða vill að hann segi ,, Are we we are, are we we are the waiting unknown!’’ eins og hann segir einu sinni í laginu. Þetta eina skiptið sem hann segir þetta lætur mann langa til að heyra það aftur, en það kemur aldrei og það er einfaldlega pirrandi.
Þetta lag endar líka ekki vel. Í fyrsta sinn sem ég heyrði þetta fannst mér að næsta lag á eftir væri hluti af þessu lagi. Þegar ég setti þetta lag inn á mp3 spilarann minn tók það mig allangan tíma að venja við mig að þetta lag var í raun eins og það hætti í miðju viðlagi. Þetta lag dregur diskinn mikið niður. Ekki gott.

6. St. Jimmy 8,5/10

Þetta er fínt lag, en það er samt eitthvað skrítið og óþæginlegt við þetta. Kannski trommurnar, kannski söngurinn…það er eitthvað svo rykkjótt, ég get í raun ekki líst því.
Þrátt fyrir það er þetta mjög skemmtilegt lag og gaman að hlusta á það.

7. Give me novacaine 9/10

Þetta lag er snilld. Billie Joe syngur það svo hryllilega kæruleysislega, en það passar fullkomlega við og gerir lagið einhvernvegin ‘létt’ og skemmtilegt. Mæli mjög með þessu lagi.

8. She’s a Rebel 9/10

Þetta lag er einfaldlega æðislegt, söngurinn góður, hljóðfæraleikurinn líka. Þetta er bara frábært lag.

9. Extraordinary girl 8/10

Jafnvel þó svo mér finnist tromurnar í byrjun á laginu góð hugmynd, þá eru þær alveg tilgangslausar og ég ætla að draga þetta lag niður fyrir það. Mér finnst tóntegundin sem söngvarinn syngur í ekkert sérstök, en lagið sjálft er gott.

10. Letterbomb 8,5/10

Nobody likes you
Everyone left you
They’re all out with out you
Having fun.


Þetta er snilldar byrjun, röddin sem segir hana passar mjög vel við.
Lagið sjálft er líka gott, en ekki næstum því jafn gott og mörg hinna laganna. Þetta er samt mjög gott lag og skiptingin er fullkomin eins og alltaf.

11. Wake me up when September ends 10/10

Þetta lag er mjög gott. Það er einhverskonar einfaldleiki yfir því sem gerir það ennþá betra. Söngurinn passar frábærlega við og ég verð að hrósa þessu lagi mikið. Frábært lag.

12. Homecoming 9,5/10

Eins og Jesus of Surburbia, þá er þessu lagi skipt niður í fimm hluta: The death of st. Jimmy, East 12th street, Nobody likes you, Rock and roll girlfriend og We’re coming home again.
Þetta lag er hinsvegar ekki jafn gott og Jesus of Surburbia, en þrátt fyrir það er það mjög gott. Skiptingin á milli lagahluta er frábær og þetta er í raun bara frábært lag.

13. Whatsername 8/10

Byrjunin er stolin, en annars er þetta mjög gott lag. Söngvarinn er jafn kæruleysislegur í þessu lagi og í Give me Novacaine, og það passar alveg jafn vel við þetta lag. Skemmtilegt lag, en kannski eilítið of einhæft.

Diskurinn er allt í allt mjög góður og ég mæli með honum við alla sem hlusta ekki á óperu.
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*