Hinn mikli galdramaður klassísks rokks. Mikilvægasti tæknimaður í söngi þungarokksins. Þetta hefur verið sameinað í hinu mikla öskri Ronnie James Dio.

Ronald James Padovana, kallar sig Ronnie James Dio, fæddist í New Hampshire í Bandaríkjunum 10. júlí árið 1942 giska margir á því að Dio vill ekki gefa upp hvenær hann er fæddur. Hann stofnaði sína eigin hljómsveit Elf og voru þeir duglegir spilarar. 1972 uppgvötuðu Roger Clover og Ian Paice úr Deep Purple Elf og þá auðvitað Dio líka og hituðu Elf upp í nokkrum bandaríkjatúrum fyrir Purple. Ronnie söng síðan á frægu sólóverkefni Rogers Clovers, “The Butterfly Ball” 1974 og fór svo í hljómsveit Ritchies Blackmore, Rainbow. Með góðri frammistöðu í Rainbow og á tveimur Black Sabbath plötum( Heaven and Hell og Mob Rules ) var Ronnie kominn inn í innsta hring þungarokksins á bestu dögum þeirrar tónlistar.

Hans fyrsta sólóverkefni var Holy Diver sem var frábær blanda af melódíu og mætti sem festi saman sönghæfileika hans, textasmíð og mikla framtakssemi við hæfileika hljómsveitar sem var valinn af miklu innsæi.

Með því að gera plötu númer 2, Last in Line, eignaðist Ronnie mikinn aðdáendahóp og var farinn að fylla leikvanga af fólki og flottri sviðsvinnu: Pýramídasvið með 3 höfða kóbraslöngu og Sfinxum að slást og lögum sem töluðu til allra í mið Ameríku og var þá ekki sjaldan eitthvað um Það slæma á móti guði. Það sem Ronnie gerði næst var að fara aftur til Sabbath og gerði með þeim Dehumanizer.

Árið 2000 gerði Dio eina svona Comeback plötu sem hét Magica sem fékk mjög góðar viðtökur og eftir stóra tónleikaferð um Evrópu, Bandaríkin og Japan, fór Ronnie til gömlu félagana í Deep Purple og spilaði með þeim á tónleikum með 79 manna sinfóníu. Gítarleikarinn Craig Goldy hætti þá í hljómsveitinni og fékk Dio þá til liðs við sig Doug Aldrich og tók upp Killing the Dragon, klassískt Dio meistarastykki og síðan tók við tónleika DvD sem tekið var upp í Roseland Teater í New Yorkl og bar það nafnið Evil or Divine og síðan túr með Deep Purple og Scorpions. Eftir að Aldrich fór til Whitesnake kom Goldy aftur og var þá tekin upp Master of The Moon sem var gefið ú 30 ágúst 2004. Ronnie James Dio ,,ríkti” í meira en 20 ár og er ekki enn hættur og telja margir að Dio sé einn besti þungarokkssöngvari ever.
Stoltur meðlimur Team-ADAM