Ég er hérna að stela umræðuefni af korki af því það var forvitnilegt.

Þar er Cedric (sem er trúarleiðtogi minn) að segja frá því að Weezer hafi tekið upp plötu á 10 tímum eða eitthvað álíka og upp úr því spratt smá umræða um hvað það tekur langann tíma að taka upp plötur og lög.

Þarna var minnst á Bohemian Rhapsody sem mig minnir að hafi tekið um þrjár vikur í upptöku en það er ekki met, Good Vibrations með Beach Boys var víst hálfs árs verk. Fyrsta plata Led Zeppelin var tekin upp á 30 tímum skilst mér. Lagið Sleeping on the Sidewalks með Queen var bara spilað einu sinni gegn og tók þannig bara nokkrar mínútur í upptöku.

Hérna er náttúrulega erfitt að gera greinarmun á hvað fer í upptökuna sjálfa og hvað fer í vinnsluna, það fylgir ekki alltaf sögunni.
<A href="