Black Sabbath Black Sabbath

Sveitin var stofnuð árið 1969 af 4 unglingum í Aston, nálægt Birmingham í Englandi: Anthony “Tony” Iommi á gítar, Willam “Bill” Ward á trommum, John “Ozzy” Osbourne söngvara og Terence “Geezer” Butler á bassanum. Fyrst kölluðu þeir sig Polka Tulk, breyttu nafninu í Earth þegar þeir voru á tónleikum um Evrópu, en ákváðu að breyta um nafn þegar þeim var ruglað saman við aðra hljómsveit að nafni Earth. Butler hafði samið lagið “Black Sabbath” og tóku það sem nafn á hljómsveitin sömuleiðis. Menn hjá Philips Records urðu hrifnir af tónlist þeirra og þeir gáfu út smáskífuna “Evil Woman (Dont play your games with me).” Næsta mánuð sentu þeir frá sér Black Sabbath þeirra fyrstu plötu, hún komst inná topp 40 í bandaríkjunum og seldist í yfir milljón eintökum.

Árið 1970 voru hljómsveitir margar að fylgja Bítlunum eins og rólegu rokkararnir James Taylor og the Carpenters. Samt voru auðvitað líka þungar hardrokk hljómsveitir eins og Led Zeppelin og Grand Funk Railroad. Fljótlega kom önnur plata þeirra í Sabbath, Paranoid, í september 1970. Hún er af mörgum talin besta plata Sabbath en lagið Paranoid komst í topp 5 í Bretlandi sem Single. Iron Man gekk best af öllum smáskífum þeirra til þessa í Bandaríkjunum.

Í ágúst 71’ fylgdi svo Master of Reality, sem fór strax á topp 10 bæði á Bretlandi og í Bandaríkjunum og er hún eða Paranoid talin besta plata Sabbath félaga. Seldist hún í yfir milljón eintökum. Black Sabbath vol. 4 kom svo út í September 1972 var enn ein topp tíu milljón eintaka plata. Fyrir Sabbath Bloody Sabbath, sem kom út í nóvember 1973 fengu þeir hljómborðsleikara Yes, Rick Wakeman, til að spila og var það fimmta milljón eintaka topp 10 plata Black Sabbath. Árið 1974 tóku þeir sér frí en komu aftur árið 1975 með Sabotage, en því miður hafði tónlistarstílinn breyst og erfitt að komast hátt með þvílíka heavy tónlist þótt þeir komust í topp 20. Komu þeir svo með tvöfalda safnplötu, We Sold Our Soul for Rock n’ Roll. Næst kom Tecnical Ecstacy sem gekk ágætlega að seljast en fékk lélega dóma. Svo kom Never Say Die! og eftir hana hætti söngvarinn Ozzy til að byrja sólóferil.

Þá fengu þeir söngvaran Ronnie James Dio til að syngja og gáfu þeir út plötuna Heaven & Hell árið 1980 sem var mjög góð en eftir hana byrjaði allt að fara í klessu hjá Sabbath. Flestar plötur voru hálflélegar en komu samt einstaka góðar inní eins og The Mob Rules og Headless Cross.

Tel ég þetta góð lýsing á hljómsveitinni og fer ég ekki nánar út í það.