Rokk er skemmtilegt og það skemmtilegasta við það er að það þróast og fer í hringi. Við getum talað um nokkrar byltingar í rokkheiminum. Fyrsta byltingin á rokki er sjálfsagt þegar Kinks fóru með rakvélablað í gítarmagnara og fengu þetta skemmtilega rifna sound sem við fílum flest sem lesum greinar hér og ekki má gleyma vinsælasta boy bandi veraldar fyrr og síðar Beatles. Síðan kom hippa rokkið Doors og Jimi Hendrix sem breyttist í þungarokk. Þungarokkið byrjuðu sveitir eins og td. Led Zeppelin og Black Sabbath og svo cocaine rokk eins og Fleetwood Mac og Eagles.Þegar það var orðið leiðinlegt kom punkið hljómsveitir eins og td. Ramones, Clash og Sex Pistols. Punkið breyttist í nýbylgju the Cure, Smiths ofl, nýbylgjan þróaði af sér elektróníska tónlist eins og td. New Order sem ásamt diskói þróaðist í danstónlist og hins vegar industrial tónlist Einsturdzen Naubauten og Ministry. Ekkert markvert gerðist (nema kannski Sonic Youth og Metallica)ekki getur alla vega Guns'n'roses talist það, fyrr en um 1990 þegar grungið kom með hljómsveitum eins og Nirvana, Pearl Jam og Soundgarden og bjargaði rokkinu frá því að deyja út. Næsta bylting sem gerist í rokkheiminum er svokallaður nu metall sem hefur þróast frá því á tíunda áratugnum á síðustu öld með hljómsveitum eins og td. Korn, Limp Bizkit og Deftones og hann bjargaði líka rokkinu frá þvi að deyja út. Það sem að gerir Nu metalinn skemmtilegan að mínu mati er að þetta er súpa af áhrifum ekki bara rokk og rapp heldur mjög margt annað líka. Það væri í raun og veru hægt að kalla til dæmis Nine Inch nails, Rammstein og Ministry Nu Metal eins og Korn. Ástæðan fyrir að ég segi það er að þessar hljómsveitir spila í rauninni ekki hefðbundið þungarokk í stíl við Metallica, Pantera ofl. eins og það var skilgreint hérna einu sinni. Sem betur fer fáum við öðru hverju hljómsveitir sem vilja vera öðru vísi og ná samt til fjöldans. Það væri leiðinlegt að vera til ef allar hljómsveitir vildu vera eins og Black Sabbath. Það er svo sem allt í lagi að dissa Limp Bizkit þeir eru ekki fullkomnir en þeir eiga nú þegar sinn stall í rokksögunni hvort sem fólki lýkar það betur eða verr. Nú bíð ég allavega bara spenntur eftir næsta æði því í æðunum verða goðsagnirnar í rokkinu til…..
P.S. Ef það rokkar þá er það rokk, skilgreiningar eru leiðinlegar.
Þossi