Hver er A Perfect Circle? Hver er hinn fullkomni hringur?
Margir kannast eflaust við hljómsveitina A Perfect circle. Kannski kannast flestir við nýjustu lögin þeirra s.s. eins og Imagine (þ.e. þeirra útgáfa af laginu fræga eftir John Lennon, það er á þeirra nýjasta stykki eMOTIVe), The Noose (Thirteenth Step), Blue (Thirteenth Step), og fleiri fantagóð lög. þessi hljómsveit hefur alls gefið út þrjá diska og komið hefur út einn diskur sem inniheldur remix af lögum, diskarnir eru:

Mer de Noms (2000)
Thirteenth Step (2003)
eMOTIVe (2004)
aMOTIOn (remix diskurinn 2004)

En hver er hljómsveitin?
Það var einn góðan veðurdag að Billy Howerdel sem vann sem gítartæknir, hafði unnið fyrir Faith No More, David Bowie, The Smashing Pumpkins, Nine Inch Nails, Guns N' Roses, var að vinna fyrir hljómsveitina Tool. Þar kynntist hann Maynard James Keenan, sem var söngvarinn í hljómsveitinni. Billy sýndi Maynard nokkur lög sem hann var að vinna að (Billy semur öll lögin fyrir APC) og sagði að hann langaði í hljómsveit. Maynard lofaði að verða söngvari í hljómsveitinni ef hann stofnaði eina, Billy samþykkti það þrátt fyrir að hafa upprunalega ímyndað sér kvenkyns söngvara. Síðan fór Billy að safna í bandið. Hann sá bassaleikarann fyrri, Paz Lenchantín, þegar hún var að spila með hljómsveitinni sinni, og vissi strax að hann langaði að fá hana í hljómsveitina sína. Billy fann trommuleikarann þegar hann var að vinna með Guns N’ Roses, þegar þeir voru að leita sér að trommuleikara, og þá kom Josh Freese og sótti um. Billy var mjög hrifinn af John (sem trommuleikara…) og langaði að hafa hann með í bandinu sínu, mjög góður trommuleikari og búinn að vera á trommum síðan hann var lítill gutti. Og svo fann Billy hinn gítarleikarinn Troy Van Leeuwen (Billy var líka á gítar), eftir að Danny Lohner, sem hafði byrjað með hljómsveitinni hætti og byrjaði að spila aftur með Nine Inch Nails. Fullkominn hringur fimm manns. Billy, Paz, Maynard, John og Troy, algjörir snillingar hver á sínu sviði sem bæta hvert annað upp. Og árið 2000 gáfu þau út disk, nokkrum mánuðum eftir að þau byrjuðu, sem heitir Mer de Noms. Mikið meistarastykki með slögurum á borð við Judith, 3 Librias, The Hollow.
Og svo kom að því að Billy Howerdale, faðir hljómsveitarinnar, var farið að langa til að gera aðra plötu með A Perfect Circle. En hann var í smá vandræðum þar sem hann var að reyna ná af Paz, sem var að túra með hljómsvetinni sinni, og sá hann fram á að þurfa ráða nýjan bassaleikara. Og hinn gítarleikarinn í hljómsveitinni var ekki á lausu á þeim tíma, því hann var að vinna að sólóverkefninu sínu. Þá vantaði þarna tvo í hljómsveitina, og þá var bara ráða nýja í þeirra stað til að hægt væri að gefa út nýja plötu með A Perfect Circle. Leitað var vítt og breytt og að lokum var svo Jeordie Francis White (einnig þekktur sem Twiggy Ramirez), var valinn bassaleikari, nýkominn úr Marlilyn Manson þar sem hann hafði hætt sem bassaleikari. Og James Iha kom á gítarinn í stað Troy, en James var í hinni frábæru hljómsveit Smashing Pumpkins (sem hætti árið 2000). Og þá var búinn til ný plata með 40% nýjum hring. Sú útkoma varð platan Thirteenth Step sem kom út árið 2004, MJÖG góð plata með nokkra slagara: Weak & Powerless, The Noose, The Outsider, A Stranger, Pet, Vanishing og fleiri.
Á seinasta ári kom svo út þeirra nýjasta stykki eMOTIVe. En það virðist vera einskonar ,,peace on earth” project hjá APC. á þeim disk eru mörg cover lög sem fjalla um friðinn, þ.á.m. Imagine. Á þeirri plötu vann Paz fyrrverandi bassaleikarinn þeirra, með þeim og spilaði á hljómborð og bassa.
Og svo vonar maður auðvitað að í framtíðinni haldi þeir áfram að gera frábæra hluti….