Greinilegt var að mikil vinna var lögð í þessa tónleika, þeas í sambandi við fjármögnun á hljóðkerfi og þess háttar. Tónleikarnir byrjuðu rólega, Skurken leiddi fólkið í göngu um fjöll ambient tónlistar með ágætis árangri en þó voru smávægileg vandræði með hljóðkerfið. Skurken skilaði sínu vel og fær mikið lof frá mér fyrir að halda manni algjörlega allan tímann.
Næst á svið var hljómsveitin Múm. Þau brilleruðu algjörlega en enn og aftur voru smá vandræði með kerfið. Að mínu mati á Múm eftir að ná ennþá lengra en þau eru komin núna, vel unnin tónlist og þrautpæld út í gegn heillar mann í rassgat.
Það ríkti eftirvænting í salnum sem var nær því að vera fullur á þessu stigi þegar Andlátsmenn létu sjá sig, rokkararnir færðu sig nær en hinir aftar, skemmtileg skipting úr rólega raf fílingnum yfir í skerandi rokk frá helvíti. Andlát voru mjög góðir en þó virtist sem enn og aftur að eitthvað vesen væri með hljóðið í salnum. Andlát fær mikinn plús fyrir rokk, hugsað rokk.
XXX-Rottweiler byrjuðu með stæl með lagi sem er endurunnið úr stefi sem finnst í þættinum Sönn íslensk sakamál en þar voru meðlimir kynntir af Sigursteini Mássyni á ýmsan máta. Sviðsframkoma þeirra var allsvakaleg en lítið af textanum komst til skila líklega vegna vandræða með mix. Þeir stóðu sig frábærlega, og hristu allsvakalega uppí fólkinu sem um þetta leiti var búið að troðfylla salinn.
Vígspá, óóóóóóóóómæææææææææææægoooooooooooood þvílíkur kraftur og þvílík argaaaaandi snilld. Ég hef aldrei heyrt þvílíkt sánd, hljóðið var hrokkið í lag og smá pyttur myndaðist fyrir framan sviðið saman settur af kengbrjáluðum drengjum. Þessir tónleikar voru síðustu tónleikar Jakobs bassaleikara með sveitinni og tel ég það vera hroðalegan missi fyrir sveitina. Siggi T. úr Andlát tók eitt lag með þeim og fyllti hann í það sem vantaði í sönginn hjá Bóasi þessa gríðarlegu hæð í öskrum og látum. Vígspá setti glæsilegan endapunkt á þess annars ágætu tónleika.

Glæsilegt framtak fyrir gott málefni, viva listafélag MH.

Endilega fá feeback um tónleikana takkitakk.