Guns'n Roses / Stone Temple Pilots Í rauninni þá væri besta nafnið á þessa grein bara: "VELVET REVOLVER"

Guns 'N Roses
Ég ætla að renna voðalega fljótt yfir það hvernig meðlimir Guns n Roses fóru að týnast burt, vegna Axl Rose.
Axl Rose var frekar stjórnsamur. Vildi ráða öllu, og allt átti að vera gert eftir hans höfði. En fyrsti meðlimur GnR sem fór frá bandinu hætti ekki útaf Axl, heldur var Steven Adler (Fyrsti trommari Guns n Roses) sparkað úr bandinu vegna heróín fíknar sinnar árið 1990. Næstur til að fara var Izzy Stradlin. Izzy hætti útaf Axl Rose árið 1991. Honum leist ekkert á hvernig Axl var að haga sér með hljómsveitinni og tók föggur sínar og fór í miðjum túr. Stuttu seinna hættu svo Duff (McKagan) og Slash, þeir voru orðnir þreyttir á Axl og hvernig hann vildi hafa hljómsveitina “sína”. t.d. á coveri GnR, 'Sympathy for the devil' (upphaflega með þeirri stórgóðu sveit Rolling Stones) Tók hann út parta sem Slash og Duff gerðu og setti inn sína eigin, sinn gítar osfv. Duff og Slash urðu mjög reiðir og hættu í bandinu. Mjög stuttu eftir það hætti Matt Sorum, trommuleikari.

Stone Temple Pilots
Stone Temple Pilots voru þegar þeir komu fram á sjónarsviðið sakaðir um að vera rippoff af Pearl Jam, Soundgarden og Alice In Chains svo eitthvað sé nefnt. Urðu engu að síður stórstjörnur árið 1993. Eftir að hafa gefið út Core. Á eftir core gáfu þeir út þá frábæru plötu Purple. Stuttu seinna eftir að diskurinn Purple kom út þurftu STP að taka pásu vegna heróín fíknar aðal söngvarans Scott Weiland. Weiland sökk djúpt í dópið og var tekinn af löggunni eitt sinn og ákvað þá að fara i meðferð. Þegar þeir gáfu út Tiny Music… gat Weiland ekki túrað vegna þess að hann var í meðferð. Hann prufaði að gefa út sóló 1998. En kom aftur saman með STP 1999. Þá var Weiland aftur tekinn og þurfti að afplána ár útaf kókaíni og heróíni. Eftir fangelsið kom edrú Scott Weiland og Stone Temple Pilots gáfu út annann disk. Tveimur árum seinna kemur út Greatest Hits plata. Þar eru 13 upprunnarleg lög og akústic Plush (Sem er allveg frábært lag) og eitt nýtt lag('All in the suit that you wear'). Nokkru seinna fer Scott Weiland í…

VELVET REVOLVER
Hljómsveitina skipa:

Scott Weiland: Söngur
Slash: Gítar
Duff McKagan: Bassi
Matt Sorum: Trommur
Dave Kushner: Gítar

Velvet Revolver byrja árið 2002 þegar þrír fyrrum Guns N Roses meðlimir koma saman (Slash, Duff og Matt) Þeir gera heilmikla leit af söngvara og kalla sig “The project”. 2003 kom inn maður að nafni Dave Kushner (Wasted Youth; Dave Navarro). Hann varð svona ‘second guitar’ eða svona eiginlega bara bakköpp gítar. Næstur hoppaði svo inn vandræðagemsinn Scott weiland úr Stone Temple Pilots. Þeir breyttu nafninu yfir í Velvet Revolver og áttu síðan lag í myndinni Hulk ('Set me free'). Seinna, eða nánar tiltekið Júní 2004 gáfu þeir út diskinn Contraband sem sló allveg feitt í gegn og seldist allveg ótrúlega vel. Enda ekki skrítið þar sem þetta er blanda af tveimur betri rokkhljómsveitum sögunnar.

Heimildir mínar:
MTV
Minnið Mitt
Internetið

Þessi grein er frekar stutt og laggóð. Enda fer ég mjög hratt yfir efnið í henni. Ég vildi bara vekja áhuga fólks á þessari svo frábæru sveit sem VELVET REVOLVER er.
Ég bendi fólki á að fara að skella sér að kaupa Contraband.. það er allveg magnaður diskur.
og ekki gleyma: http://www.velvetrevolver.com

afsakið stafsetningavillur.
takkfyrir!