Modest mouse er ein áhugaverðasta hljómsveitin sem ég hef heyrt í ár og þess vegna ákvað ég að skella inn örlitla grein um nýjasta diskinn þeirra “Good news for people who love bad news”. Á honum eru 16 lög og hér kemur lýsing á þeim hvert fyrir sig.

1. Horn intro: Stutt lag bara um 10 sekúndur þarf nú voðalega lítið að lýsa þessu.
2. The world at large: Mjög gott og rólegt lag, mjög þægilegt að hlusta á þetta meðan maður er bara að slaka eitthvað á. **** (4 stjörnur)
3. Float on: Besta lagið á disknum að mínu mati, glæsilegur hljóðfæra leikur, skemmtilegur söngur og meira að segja skemmtilegur hópsöngur. Já bara mjög gott lag. ***** (5 stjörnur)
4. Ocean breathes salty: Ágætis lag, mikið um að söngurinn endurtekur sig. Eins og svo margt annað á þessum disk er þetta fint lag til að slaka á og vinna í tölvunni eða heimanám og eitthvað því líkt. ***1/2 (3 og hálfa stjarna)
5. Dig your grave: bara 13 sekúndur þar sem allt “I hope you’re dead er endurtekið.
6. Bury me with it: Með betri lögum á disknum, voða lítið annað hægt að segja **** (4 stjörnur)
7. Dance hall: Ekki mjög gott lag að mínu mati. Ég verð alltaf frekar pirraður á þessu þegar ég heyri það og sleppi því oft. **1/2 (2 og hálf stjarna)
8. Bukowski: Skemmtilegt lag en mæli samt ekki með því að hlusta á þetta þegar þú ert einn heima á drungalegu kvöldi því að það er alltaf einhver að öskra lágt þarna og mér líður alltaf eins og það sé einhver rétt hjá mér. Söngvarinn gerir þetta lag einstaklega skemmtilegt og þetta er eitt af betri lögum disksins. ****1/2 (4 og hálf stjarna)
9. This Devils workday: Svona miðlungs lag getur stundum verið mjög gott og stundum er það ekkert skemmtilegt. *** (3 stjörnur)
10. The Wiew: Skemmtilegur fönkfílingur í þessu lagi ef svo má að orði komast. Mæli hiklaust með þessu lagi. **** (4 stjörnur)
11. Satin in a coffin: Fínt lag. Ég hef ekkert meira að segja um það. *** (3 stjörnur)
12. Intelude: mínútu lag sem ekkert er sungið í bara einhver lítill krakki sem hjalar í bakgrunninum.
13. Blame it on the tetons: Lengsta lagið á disknum, sem er mjög þægilegt að hlusta á. Blame it on the tetons er líklega rólegasta lagið á disknum og það er líka eitt besta lagið. **** (4 stjörnur)
14. Black Caddilacs: Byrjar frábærlega og verður svo aðeins lélegra þegar lengur dregur á lagið en er þó alveg frábært lag. ****1/2 (4 og hálf stjarna)
15. One chance: Hef bara ekkert að segja um þetta lag nema að það er ágætt. ***1/2 (3 og hálf stjarna)
16. The good times are killing me: Skemmtilegt lag til að enda diskinn á, væri hægt að líkja þessu lagi við samtekningu á disknum og það tekst vel. ***1/2 (3 og hálf stjarna)

Modest mouse er frábær hljómsveit og ég hvet alla til að kaupa þennan disk.

Heimildir: http://www.modestmousemusic.com/
http://www.allmusic.com