"The Smashing Pumpkins" - "Siamese Dream" Formáli:
Önnur Breiðskífa “The Smashing Pumpkins” hefur verið kölluð mörgum mismunandi nöfnum. Ég hef heyrt meðal annars:
“Meistaraverk”,
“Epísk stórsmíði”,
“Besti diskur í heimi!”,
“Áhrifamesti Rock diskur 10. áratugsins”, en mér hefur persónulega ávalt fundist best að fjalla um hann sem “Siamese Dream”


“Smashing Pumpkins” – “Siamese Dream” Saga:

Smashing Pumpkins:
Billy Corgan: Lead/RythmGuitar, Vocal
James Iha: Lead/Rythm Guitar
D´arcy Wretzky: Bassi
Jimmy Chamberlain: Trommur
Producer: Billy Corgan, Butch Vig

Eftir afar dramatískan heimstúr þar sem veröld graskerana virtist hafa risið, fallið og risið aftur til skiptist hvað eftir annað í sadistarlegum vítarhring, sem aldrei virtist ætla að taka enda.
Eftir að þau komu aftur til “Chicago” eftir brjálaða frægðar vímu, þurftu þau loksins að takast á við þynkjuna sem fylgdi.
Stutt ástar samband á milli Bassaleikarans “D´arcy” (sem er kvenkyns til að forðast alla misskilninga) og Lead Gítarleikara sveitarinnar, “James Iha”, endaði með enn einu öskrandi rifrildinu, Trommu-undrið “Jimmy Chamberlin” sökk dýpra og dýpra inn í heróín-misnotkun og var farin að setja Graskerin í aðra forgangsröð á eftir hinum ljúfa Rock-lífstíl sem endað hefur illa hjá sem flestum sem hafa hann iðkað.
Meira að segja sjálfur bróðir frelsarans, “Billy Corgan”, var komin með alvarlegt case af “Writers Block” eða skriftarstíflu með dressingu af Manísku þunglyndi.

Þetta leit ekki vel út hjá þeim. Því var ekki að leyna. Það leit út fyrir að graskerið myndi loksins springa og eiga þar auðgleymanlegt nafn með rentu, sem enn eitt alternative “One-CD-Wonder” band.

En þrátt fyrir allt þetta þá hafa allir meðlimir graskersins tjáð sig um það að þeir hafi fundið það á sér að þeir væru komnir í eitthvað sem væri stærra en þeirra eigin “lítilvægu” vandamál og vissu að þau þurftu að lifa þetta af. Það var eitthvað í loftinu sem sagði að það yrði þess virði.
Jafnvel Producerin þeirra “Butch Vig” frá fyrri disk “Gish” sagði að hann vissi að annaðhvort myndu þau brotna núna og öll verða tryggingarsölumenn, eða þá skapa 8. undur veraldar í formi tónlistar.


Corgan var fluttur inn í stúdíóið (bókstaflega) og var með lögheimili þar, að mér skilst og kallaði alla til sín og útskýrði fyrir þeim að graskerin væru að fara að gera annan disk, með eða án þeirra hjálpar.

Þau fengu sér sálfræðing, bitu á jaxlin og unu 12 tíma á dag!




“Smashing Pumpkins” – “Siamese Dream” Diskur

1 Cherub Rock 4:58
2 Quiet 3:41
3 Today 3:19
4 Hummer 6:57
5 Rocket 4:06
6 Disarm 3:17
7 Soma 6:39
8 Geek U.S.A. 5:13
9 Mayonaise 5:49
10 Spaceboy 4:28
11 Silverfuck 8:43
12 Sweet Sweet 1:38
13 Luna 3:20


“Siamese Dream” er sá diskur sem hefur haft sem mest áhrif á “Alternative Rockið” í heild sinni frá byrjun. Þetta er frekar hörð og hættuleg fullyrðing að koma með, en henni er erfit að neyta (Ekki það að fólk má ekki vera sammála mér). Síamski draumurin er sagður af flestum sem starfa við svona fullyrðinga-gerðar, vera áhrifamesti “Alternative Rock” diskur 10. áratugsins.
Hann er semsagt eins hreint “Alternative Rock” og það gerist.

Það má sko segja að “Butch Vig” og fleiri hafi haft rétt fyrir sér, að vænta einhverju massívu frá annari breiðskífu Graskerana. “Siamese Dream” kom vægast sagt hass-reykjandi “Grunge” kynslóð að óvörum, með einu “Alternative” hittinu á eftir öðru.

“Cherub Rock”, “Today”, “Rocket” og “Disarm” voru valin til að verða “Hit” lögin á “Siamese Dream”, þótt að það mest allur diskurin (fyrir utan “Geek USA” og “Silverfuck”) sé góður frambjóðandi á ógleymanlegum Hit lögum. Sérstaklega sé ég eftir að það hafi ekki verið gert meira úr æðislegum ballöðum diskins, fyrir utan “Disarm”. Þa´er ég að tala um “Soma”, “Mayonaise” og “Spaceboy”. Þá er ég að sjálfsögðu að meina skort á myndböndum og “Airplay” eða útvarps-spili

Hljóðfæraleikur á þessum umtalað disk er meira en lítið umdeildur. Ég var skammaður á seinustu Pumpkins grein minni fyrir að halda því fram að sama fólkið hafi átt hlut í upptöku þessa disks og þess fyrsta. Þetta er mjög umdeilt málefni, sem fólk hikar ekki að fullyrða sínar heimildir sem heilagan sannleik.
Þess í stað hef ég ætlað mér að hafa “Line-Up” listan eins og hljómsveitin leit út á þessum tíma.

Það er nefnilega haldð að Corgan hafi sjálfur spilað á alla gítara, þar með 36 gítara “Wall of Sound“ eða hljóðvegg, bæði Rythm og Lead gítar og kennt sér að spila á bassa og plokkað hann í gegnum diskin, á meðan Jimmy trommar eins og Guðum sæmir og D´arcy og James horfa á.
Þetta er ein fullyrðingin. Corgan hefur að vísu opinberlega neitað þessari staðreynd og segir að ef hann hefði gert það, þá væri hann aðeins að líkja á eftir hæfileika og tilfiningum 3 manneskja, sem hann harðneitar að hafa gert.
En hvernig sem því líður, þá var það ekkert leyndarmál að Corgan þjáðist af ólýsanlegri fullkomnar áráttu og ALLT varð að gerast eftir hans hug. Fólk sem var ekki sammála, var sent heim og fékk að koma aftur, þegar það hafði hugsað sinn gang.

Það má segja að sérviska hans hafi verið það sem næst komst snilli gáfu hans, þegar koma að lagasmíði og útsetningu, sem sérstklega þessi diskur sýnir.

Gítarleikur er þéttari en á Gish með yfirleitt meira “Distortion” en þau hefðu áður haft. Riffin eru hefðbundnari og mun meira “catchy” fyrir almúgan, en samt haldið öllum listrænum gildum og sérkennum frá tónlistar umheiminum.
Lead Gítarin stendur sig snilldarlega og skapar nokkrar þær minnistæðustu melódíur sem komið hafa úr 10. áratugnum. Mæli Eindæmið með sólóinu úr “Soma”. Bassin er ennþá nokkuð einfaldur, en þéttur og þjónar laginu í gegn, án þess að vekja mikla athygli á sér.
En það er ekki alveg það sama að segja um trommuleik Jimmy´s, sem enn og aftur skilar meistaralegri frammistöðu, þannig að maður á það til að gapa. Jazz áhrifin eru ekki eins augljós, enn hann heldur samt mjög sérstökum töktum sem gefa lögunum extra power boostin til þess að botna. Mæli eindæmið með að fólk stúderi Jimmy á “Geek USA”.

Áður en ég missi allt hlutleysi þá vill ég benda á að ég er ekki nógu ánægður með útgáfuna af “SilverFuck” eins og hún er á disknum, heldur hef ég heyrt nokkrar mun betri útgáfur þar sem graskerin gjörsamlega missa sig 5 mínútur eftir að upprunalega útgáfan endar og það er með þeim gullnari augnablikum sem ég hef upplifað með “TheSmashing Pumpkins”. Standard útgáfan af því er allt of stjórnuð og flöt að mínu mati.

Lögin sem standa Klárt uppúr eru:
“Cherub Rock”,
slagarinir “Today” og Disarm
og svo má ekki gleyma tveimur fallegustu lögum sem samin hafa verið, “Mayonaise” og “Soma” (endilega tékkið á sólóinu!)
og seinast en ekki síst, þá er það óðurinn til fatlaða stjúp bróður Corgans, sem vildi svo heitt, vera geimfari, “Space Boy”

Til að summa þetta ögn upp þá er “Siamese Dream” alger möst eign upp á hvaða safn sem er! Ef þú hlustar á tónlist, þá verður þú ekki fyrir vonbrigðum við að borga skitin 1700 kr. Fyrir tónlistarleg kaflaskipti í lífi þínu. Eða ef þú átt stjúpbörn sem er illa við þig, þá er þetta fullkomin gjöf fyrir reiða og leiðinlega táninga ;)

Ég gef honum stoltur fullt hús stiga!

10/10



Crestfallen