Hverjir mótuðu ykkar smekk? Ég á ægilega bágt, mig langar nefnilega að svara þessarri spurningu sem er búinn að vera í hausnum á mér síðan að grein birtist sem ég skildi fyrst þannig að það væri verið að spyrja um hvaða persónur hafi mótað smekk ykkar.

Ég er mest mótaður af systur minni, kemst ekki undan því að játa það. Þegar ég var svona 4-6 ára þá var hún hrifinn af 80s tónlist eins og Duran Duran og Wham! og ég gerði grín að henni. Seinna var hún hrifinn af NýDönsk og ég gerði grín að henni.

Að sjálfsögðu er ég orðinn aðdáandi alls sem hún hlustaði á, á alla diska sem Duran Duran gáfu út á fyrrihluta ferils síns + The Wedding Album, á alla nema einn disk með NýDönsk og það er bara af því að ég hef ekki getað reddað mér honum.

Það er varla hægt að segja að pabbi hafi haft mikil áhrif á tónlistarsmekk minn að öðru leyti en því að hann gerði mér kleyft að komast í Bubba og Bítla safnið sitt, ef ég væri með svipaðan smekk og hann þá væri ég líka að hlusta á Grand Funk Railroad en ég sé það ekki fyrir mér.

Frændi minn sem er þrem árum eldri en ég kynnti mig fyrir Queen um haustið 1991 sem var afburða slæm tímasetning vegna þess að Freddie dó nokkrum mánuðum seinna, ég er núna mun meiri Queenaðdáandi en þessi frændi minn nokkurn tímann.

Kærastan mín er líka búinn að gera mig að mun meiri U2 aðdáanda en ég var og líka búinn að sýna mér að Ensími er flott hljómsveit.

Hver er ykkar reynsla?
<A href="