Jahh, fyrst menn eru hér að tala um rokk yfir höfuð (ekki bara hina gríðargóðu grunge-stefnu) þá datt mér í hug að pæla aðeins í bandinu sem hefur haft hvað mest áhrif á mig sem tónlistarmann…
Það er ótrúlegt að slíkt band skuli hafa orðið til án þess að kallað væri saman eitthvert all-star lið af rokkurum.
Það er lítið hægt að segja til þess að hrekja það að Lars Ulrich er án efa einn besti trommari sögunnar og (með fullri virðingu) tekur hann Dave Grohl í ars-ið anytime… Anytime.
Hetfield samdi nær öll lögin þeirra, hann er frábær söngvari og ótrúlega góður á gítarinn, sérstaklega er hann fær í því að syngja og spila á sama tíma (verse-riff í Master of Puppets). Cobain hefur stundum verið annálaður fyrir að geta sungið og spilað á sama tíma, en því miður var hann ekki með jafn flókið gítarspil og MetallicA-menn, auk þess sem hann er meiri lagahöfundur og heimspekingur heldur en söngvari…
Hetfield er á lista yfir toppgítarleikara heims, fyrir taktfestu og vel samin riff…
Kirk Hammett lærði hjá Steve Vai. Þarf að segja meira?

Aumingja Burton, goðið sjálft sem spilaði á milljón hljóðfæri og var “The True Bass Monster” dó því miður snemma. Sorglegt…. Tékkið á Anesthesia (Pulling Teeth) til þess að heyra manninn flippa!

Það er fáránlegt að það sé hægt að búa til svona band með bara… “Hey, spilar þú á gítar? Til í að vera í bandi…?” auglýsingu…


Ég spyr: Er þessi sveit að fara að deyja eftir að Newsted fór til Moss Brothers (Hehehehe!)?