Saga Acdc Ég er mikill acdc fan, en ég sé lítið um acdc greinar hér.

Svo ég ákvað að taka mig saman og skrifa eilítið um kappana.

Mest af þessum fróðleik kemur af síðunni www.acdcrocks.com og hvet ég alla að kíkja á það.

Hljómsveitin acdc hóf feril sinn árið 1973 í Ástralíu og var hún stofnuð af bræðrunum Malcolm Young (19 ára) Gítarleikara og Angus Young (14) Aðalgítarleikara. Umboðsmaður þeirra var George Young eldri bróðir gítarleikarana.


Árið 1974 kom til liðs við sveitina söngvarinn Bon Scott, og með honum var gefinn út fyrsta smáskífan “can i sit next to you” og seinna á árinu fyrsta breiðskífan “High voltage”. Sama ár flyst hljómsveitin til Melbourne (frá Sydney) og spilar á mörgum klúbbum í leiðinni. 1975 fær Acdc til liðs við sig trommaran Phil Rudd og bassaleikarann Mark Evans.

1975 gáfu þeir út aðra breiðskífu sína, T.N.T. Við það flytjast þeir til London árið 1976 og gefa út “best of 2 albums” disk. Og 3 breiðskífuna “dirty deeds done dirt cheap”.

1977 koma þeir fram í áströlskum sjónvarps þætti “countdown” og flytja lagið “dog eat dog” og koma ekki meir fram í sjónvarpi í rúmlega 20 ár. 4 breiðskífan “Let there be rock” er gefinn út og nýr bassaleikari, Cliff Williams kemur til liðs við bandið og farið er á túr og hitað upp fyrir, Kiss, Aerosmith, Styx, Blue Öyster Cult og gera það ásamt Cheap Trick.

1978 er gefinn út 5 breiðskífan og fyrsta platan sem fer útum allan heim, Powerage, og smáskífan “Rock´n Roll Damnation” kemst á hit lista í UK, og Acdc verða frægir fyrir óviðjafnanlega sviðsframkomu. 6 platan og sú síðasta í samvinnu við George Young, “if you want blood you´ve got it” er gefinn út.

1979 segja þeir skilið við umboðsmann sinn George Young og gefa út 7 plötuna “Highway to Hell” í samstarfi við Mutt Lange. Highway To Hell verður fyrsta lagið þeirra til að komast inná top 100 í US og endar í 17. sæti og fyrsta til að komast inní top 10 í UK og endar þar í 8. sæti.

1980 deyr Bon Scott í slysi (hef ekki hugmynd um hvernig) og bandið hengur á bláþræði og fyrsta alvöru alheimsfrægð þeirra er eyðilögð. En bandið sver að halda áfram og ræður til sín nýjan söngvara, Brian Johnson. Bandið gefur út sína bestu plötu ever, Back in Black. Back in Black selst í 5 miljón eintökum og er 5 mánuði á US top 10 listanum. Einnig gefa þeir út lagið “You shook me alnight long” sem tribute til Bon Scott.

1981 er gefinn út 9 platan “For those about to rock”
1982 fer Acdc í frí eftir 5 ára tour og upptökur.
1983 hættir Phil Rudd og nýr trommari, Simon Wright(20 ára) kemur í hans stað.

1984 fara Acdc fyrir einvala liði rokkara í Monsters og Rock túrnum með Ozzy Osbourne, Van Halen og Motley Crue og fleirum í sviðsljósinu. Þá Spiluðu þeir fyrir stærsta Donnington áhorfenda hóp til þess tíma eða 65.000 manns.

1985 spila Acdc á “Rock in Rio” hátíðinni í Rockdome-inu í Rio De Janeiro fyrir rúmlega 400.000 manns. Þeir koma fram ásamt Ozzy Osbourne, Whitesnake, Scorpions og fleirum og því er sjónvarpað um allan heim. Einnig gefa þeir út 11 breiðskífu sína, “Fly on the wall”. Acdc fara á túr og stjórnvöld í bænum Springfield reyna að stöðva Acdc í að halda þar gigg en mistekst.

1986. 12 platan “Who made Who” gefinn út.
1987. Acdc er eitt ár í Frakklandi og tekur upp plötur og myndbönd.

1988. 13 platan “Blow up your video, er gefin út í samvinnu við George Young aftur og Malcolm fer í frí af persónulegum ástæðum og í stað hans kemur frændi bræðrana, Stevie Young.

1989 hættir Simon Wright og í stað hans kemur ofur trommarinn Chris Slade.

1990 gefur Acdc út 14 plötuna sína ”The razors edge“ með hinu fræga lagi, ”Thunderstruck“

1991 eru Acdc aftur (í 3 sinn) í fararbroddi ”monsters of rock“ hátíðarinnar og slá áhorfandamet á Castle Donnington gigginu og spila fyrir 72.500 manns og spila ásamt Metallica, Motley Crue og fleirum. Þeir einnig spila fyrir þeirra stærsta áherfendafjölda eða 500.000-1 milljón manns á fríum tónleikum í Moskvu.

1992-93. Acdc gefur út stórt Live album, 15 albúmið þeirra.

1994-96. Phil Rudd kemur hljóðlega aftur til liðs við Acdc og 16 platan ”Ballbreaker“ er gefinn út.

1997 gefa þeir út safnplötuna ”Bonfire“ sem tribute til Bon Scott með titlinum sem hann ætlaði að hafa á solo plötunni sem hann gerði aldrei.

1998-03. Acdc, er teknir inní ”Hollywood Rock walk of fame“ og koma sjálfir á uppákomuna og láta steypa handaför sín í steypuna. Þeir gefa einnig út 16 albúmið sitt ”Stiff upper lip“. Acdc eru einnig kosnir inní ”Rock´n roll hall of fame“ og gera sinn stærsta ever samning við ”epic records".


Mér persónulega finnst Bon Scott vera 100 sinnum betri söngvari en Brian Johnson, og það eru margir sem hafa gert bækur um hann og flestir sem ég hef talað við finnst hann líka betri. Þó er það nú staðreynd að Acdc urðu frægir með Bon, en ekki nærri jafn frægir og þeir urðu strax eftir dauða Bon á plötunni Back in Black, þá með Brian Johnson.


Endilega komið með álit:)