Síðastliðna mánuði hef ég verið að hlusta á hljómsveit sem ber nafnið The Murder of Rosa Luxemburg (TMORL). Ég hef ekki ennþá fundið orð yfir hvað ég heyri þegar ég hlusta á þá. Ég hef ekki heldur fundið hljómsveit sem hljómar eins og þeir. Mér finnst svo þvílík synd að fólk skuli ekki þekkja þá að ég ætla að reyna að öðlast örlitla sálarró:

Hljómsveitin, sem kemur frá Worcester í Englandi gaf út 7“ hjá Speedowax labelnum snemma 2003. Seinna sama ár voru þeir skráðir hjá Undergroove labelnum og í kjölfarið fylgdi fyrsta breiðskífa þeirra ”Everyone's in Love and Flowers Pick Themselves“.

Everyone's in Love and Flowers Pick Themselves:
01 Building (A House for Flowers and Lovers)
02 The Beard is Immortal
03 Infernal Music
04 Jack and Oscar Have a Fight
05 Slap the Cubo-Futurist
06 Time and Death Invading the Arcadian Scene
07 Ex Post Facto
08 Venezuela is Realised

Ég hafði heyrt eitt lag af 7” þeirra og demó af “Slap the Cubo-Futurist” þegar ég keypi plötuna af amazon.co.uk. Að hlusta á þessa plötu er eins og að læra að hjóla. Það er erfitt að læra á hana en þegar maður er farinn að skilja plötuna og hafa stjórn á henni vill maður ekki taka hana úr spilaranum.

Þetta er concept plata sem fjallar um gamla manninn Victor og hvernig hann svífst einskis til að ná guðdómlegum völdum. Hann byggir hús sem einangrar hann frá öllum mannlegum samskiptum og magnar upp í honum mikilmennskubrjálæðið á meðan risa hundur (Jack) og risa köttur (Oscar) berjast um samvisku hans. En þrátt fyrir alla hugaróra Victors deyr hann einn og nakinn án allrar þeirra viðurkenningar sem hann hefði getað öðlast á meðal manna.
Ruglandi?

Ég mæli stórlega með því að fólk sem þyrstir í eitthvað ferskt og óvenjulegt tékki á The Murder of Rosa Luxemburg

www.themurderof.co.uk
www.undergroove.co. uk