Þetta er grein sem frændi minn Ari Gunnar Þorsteinsson skrifaði en hann er haldinn einhverri ótrúlegri hræðslu við að skrá sig á huga.

Pixies

Í tilefni þess að þessi magnaða hljómsveti er að fara að koma hingað ætla ég að birta þennan pistil aftur.

Ef þið fýlið ekki pixies þá eruð þið fífl. The Pixies stóð af þeim Frank Black (kallaði sig Black Francis á meðan hann var í pixies en heitir í raun og veru Charles McDough eða eitthvað), Kim Deal, Joey Santiago og David Lovering. Frank sá um að syngja (aðalega öskra og æpa) og leika á gítar, Kim barði bassann og átti það til að syngja svona eitt og eitt lag (eins og til dæmis Gigantic og Into the white), Joey spilaði á gítar og hinn gaurinn spilaði á trommur (ég hef aldrei nennt að muna hvað í andskotanum trommarinn hét og þess vegna mun hann hérmeð heita Hinn Gaurinn). Hún gaf frá sér aðeins fjórar plötur (hún gaf reyndar líka út eina EP, Come on pilgrim) á sínum stutta ferli: Surfer Rosa, Doolittle, Bossanova og Trompe Le Monde. Oftast er litið á SR og Doolittle sem þeirra meistaraverk en það væri vanvirðing að huns Bossanova og Trompe Le Monde því þær eru alveg magnaðar. Ein af ástæðunum yfir því að Pixies varð ekki jafn stór og hún hefði getað orðið er að MTv spilaði ekki lögin þeirra. Einnig fóru Kim Deal og Frank Black eitthvað í fílu út í hvort annað af því að hún vildi fá að spila lögin sín og eitthvað. Kurt Cobain sagði eitt sinn að lagið smells like teen spirit væri görsamlega stolið frá tveimur lögum: Oh, what A Feeling með Boston og Gough Away með Pixies. Ég nenni þessu ekki lengur en ef þið viljið lesa meira skellið ykkur á allmusic.com og kannið málin.

P.S. ég verð að bend á fyrstu tvær sólóplötur Frank Black, þær eru geðveikar.

Lög til að dánlóda með Pixies

Here Comes Your Man
Where Is My Mind
Wave of mutilation
Gigantic
Debaser
Bone Machine
Veloria
Alison
Planet Of Sound
Head On
Þau eru fleiri lögin en eins og ég sagði þá nenni ég þessu ekki lengu