Flottasti rokkari sögunnar ? Já gott fólk mig langar aðeins til þess að koma með smá öðruvísi grein ef svo má að orði komast. Mig langar aðeins að ræða útlit rokkstjarnanna. Hérna er ekkert verið að tala um snilld þeirra á tónlistarsviðinu heldur bara útlitslega séð. Ég ætla að koma með nokkur fræg nöfn og lýsa þeim það sem mér finnst eiga við. Ekki í neinni sérstakri röð.


James Hedfield ( Metallica) : James kallinn er alveg hrikalega ljótur, þar fer honum engan veginn vel að vera með sítt hár. Það er augljóslega ekki útlitið sem hefur fleytt honum þangað sem hann er í dag.


Axl Rose (Guns N Roses) : Axl hefur allltaf verið helvíti töff. Oftar en ekki með klútinn á hausnum sem hefur verið dáldið hans vörumerki. Það vantar eiginlega ekkert uppá lúkkið hjá honum bara hreinræktaður töffari.


Kurt Cobain (Nirvana) : Ég er nú reyndar ekki samkynhneygður en ég verð að segja Kurt Cobain er fallegasti rokkari sögunnar so far. Innleiddi grunge tískuna sem er sítt hár og rifnar gallabuxur. Að mínu flottasti rokkari sögunnar.


Bono (U-2) : Kannski enginn rokkari, en samt sumir vilja nú meina það en skiptir ekki öllu, það breyir því allavega ekki að mér hefur alltaf fundist frekar hommalegur. Sólgleraugun ekkert að gera svaka rósir í mínum augum.


Bruce Dickinson (Iron Maiden) : Bruce kallinn er nú alltaf töff. Hef voða litlu við það að bæta en hann stendur alltaf fyrir sínu. Persónulega reyndar finnst mér klipptur toppur ekki flottur þegar hann var svoleiðis á sínum tíma.


Black Francis (Pixies) : Þennan mann munu sum af okkur bera augu þann 26. maí í krikanum. Pixies hefur alllaf verið þekkt fyrir það að ganga bara í venjulegum fötum og eru ekkert að setja upp eitthvað lúkk. Hef heyrt útundan mér að kallinn hafi eitthvað fitnað að undanförnu, en það kemur í ljós á maí.


Dave Grohl (Foo Fighters) : Dave kallinn að mínu mati hefur ekki útlitið með sér. Allavega fannst mér hann svalari á Nirvana tímabilinu (90-94) en stutta hárið að ekki að gera gott mót, mikið flottari með sítt hár.


Elvis Presley : Þetta var nú gamall rokkari þannig að við verðum að telja hann með. Hann náði allavega að heilla þær ófár á sínum tíma þannig eitthvað er við hann. Greiðslan og lúkkið almennt var hans helsta vörumerki. Stelpur hvað finnst ykkur ?


Jimmy Page (Led Zeppelin) : Hann var með svona hár sem var svona ekta tískan hérna í gamla daga. Þykkt og uppblásið. (allavega af þeim myndum sem ég er búinn að sjá af honum) En það tekur það enginn af honum að hann er flottur rokkari.


John Lennon (The Beatles) : Það var nú ekki hægt að enda þetta nema að minnast á Bítilinn John Lennon. Kringlóttu gelraugun og þetta ekta breska andlit er svo sem ekkert sem myndi gefa honum sigur í fegurðar samkeppni. En að mínu mati lang svalasti bítillinn.


Jæja þá held ég að ég sé ekkert að blaðra meira.



Spurningin er hinsvegar þessi, hvað finnst ykkur ?