Andrew WK Andrew fæddist í Californíu en var alinn upp í Michigan. Hann byrjaði 4 ára að fara í píanótíma. Hvattur af foreldrunum æfir hann í gegnum æskuna, og að lokum byrjaði hann sem trommari í fullt af Punk og Metal hljómsveitum í Detroit.
Þegar hann varð 17 ára byrjaði hann sólóferil og 18 ára flutti hann til New York og fór á milli plötufyrirtækja með hjálp vina sinna. Þegar hann er um 20 ára er hann byrjaður að spila á fullt af stöðum á austurströndinni, bara með geislaspilara, hljómborð og míkrófón. Fyrsta sólóplatan hans, Girls Own Juice var gefin út af plötufyrirtækinu Blub Records. Önnur smáskífan hans, Party Til You Puke var líka gefin út af Bulb. Andrew heldur áfram að spila einn á tónleikum, tvisvar hitaði hann upp fyrir Foo Fighters áður en hann snéri aftur til New York til að stofna almennilega hljómsveit. Melimirnir eru: Jimmy Coup, gítar, Donald Tardy, trommur, Gregg R., bassi, E. Payne og Sergeant Frank báðir á gítar. Andrew er þá 20 ára. Hann flytur svo til Florida og skrifar undir samning hjá Island Records. Fyrsta breiðskífa hans, I Get Wet, er tekin upp í Michigan, Los Angeles, New York, Colorado, Minnesota og Florida. 29 Október gefur hann út smáskífuna Party Hard sem fer í 14 sæti á breska listanum, hann heldur slatta af tónleikum sem eru uppseldir og fer á forsíðu NME. (tvisvar!) Hann er 22. Á mánaðarmótunum janúar-febrúar 2002 er I Get Wet gefinn út í BNA. “This record is about ‘not stopping’ in every sense of the word, and every aspect of life, and it was created with determination that reflected that. Whatever you do in life, if you go full bore you're bound to get wet–with blood, sweat, urine, semen or girls' lubricant. This record is about cutting in to the heart of existence and getting wet… But it's also about having no fear, experiencing intense emotions – from passionate feelings of love and excitement to the most anger filled, hateful rages, and everything in between – embracing life and other people, and coming together as a party in celebration of possibilities, potential and opportunity. It's an explosion of human life”, sagði Andrew um geisladiskinn. Hann hefur núna nýlega gefið út nýja breiðplötu sem heitir The Wolf og er að mínu mati hrein snilld rétt eins og fyrri diskurinn.
“You can't make people smarter. You can expose them to information, but your responsibility stops there.”