Jæja núna eru Foo Fighters að fara að láta sjá sig á íslandi enda kominn tími til. Og af því tilefni ætla ég að rekja sögu þeirra lauslega.

Eins og margir vita er David Grohl söngvari Foo Fighters firrverandi Trommuleikari Nirvana, eins og glöggir menn muna kannski trommaði hann einmitt sem gestatrommari á nýrri plötu queens of the stone age, og einnig trommaði hann diskinn hjá jack blak og félögum í tenaicius D plús það að hann lék djöfulinn í myndbandi þeirra við lagið tribute.

En áfram með söguna. Eftir andlát Kurt Kobain leystist Nirvana upp en þeir áttu þrátt fyrir það ennþá nokkra pantaða tíma í stúdíó David vildi ekki láta þá fara til spillis og tók sig til með bassaleikara Nirvana og fór að leika sér með honum,þessir stúdíó tímar urðu grunnurinn að Fyrstu Foo Fighters plötunni eftir að david grohl var búin að raða í kringum sig hljómsveit á ný tók hann upp gítarinn og byrjaði að syngja,þá kom út plata númer 2 en það var ekki fyrr en þeir gáfu út plötu númer 3 sem fékk nafnið nothing left to lose sem foo fighters fengu loksins uppreisn æru og með hitterunum “learn to flie” og “brakeout”. eftir gott gengi nothing left to lose eyddi david töluverðum tíma í aukaverkefni og samdi lagið ONE sem notað var í kvikmyndinni orange county,hin verkerfnin má sjá hér að ofan.eftir stutt hlé tóku strákarnir sig til og sköpuðu seinna meistarstykkið sem fékk nafnið one by one og er sennilega ástæðan fyrir gífurlegum vinsældum foo fighters á íslandi,en hún inniheldur þá frábæru hittara “one by one” “low” “times like these”(myndbandið við lagið innihélt einungis aðdáendur hljómsveitarinnar sem sagt gaurarnir sem voru að henda draslinu í þá)En þrátt fyrir að breytingar hafi orðið í mannskipan bandsins á undanförnum árum hefur kjarninn alltaf verið einn maður og þann mann ætti sérhvert mannsbarn að þekkja og það er auðvitað snillingurinn DAVID GROHL.


takk fyrir ef þú vilt leiðrétta eikkhvað eða bæta við gjörðu svo vel þessi grein var einungis gerð til að fræða fáfróðan almúgan þessi vitneskja er hverjum hardcore músíkant allgjörlega gagnslaus en ef einhver hefur gaman af þessu þá er takmarkinu náð.


Sjáumst hress í höllinni og þangað til mæli ég með því að þeir sem ekki eiga diskana með foo fighters næli sér í þá sem fyrst og þá sértaklega nothing left to lose og one by one.


Elvar Steinn Traustason