Vá ég var á tónleikum í gær á Grand Rokk og þvílíkir þrusu tónleikar sem að þetta voru…. Vá

Þurfti að bíða í heillangan tíma til að byrja með, þar sem að hljóðmaðurinn ákvað að skutla eitthverri kvensu út í rassgat hehe…

En allavega voru BOB fyrstir á svið. Þeir komu mér mikið á óvart. Hafði heyrt í þeim á tónleikum í Gerðubergi og fannst þau fín þar, en þvílík framför hjá þessu bandi…. skemmtilegar pælingar og Trommarinn var að fara hamförum…… Hefði viljað heyra meira í söngnum en þetta band er á mikilli uppleið… það er ekki spurning.

Næstir á svið vorum við í Lokbrá…. Vil hafa sem minst um það að segja þar sem að ég er sjálfur í bandinu.

Noise komu svo á eftir okkur og ég get sagt það að þarna er á ferðinni band sem að hefur eitthverja þá mestu tónlistar hæfileika sem að ég hef á æfinni séð…. Sviðsframkoman var líka Klikkuð. Hef mörgu sinnum séð þá live en þetta kvöld geislaði svo af þeim að ég er ennþá í skýunum. Þéttleikkinn og lagasmíðarnar, vá….

Hlakkar mikið til að fá að heyra þessa plötu þeirra! Og í guðanna bænum ekki láta hana framhjá ykkur fara!

Coral slúttaði svo frábæru kvöldi með snilldar performans. Ótrúlega þéttir og skemmtilegir. Gunnar fór hamförum svo og rauðhærði gítarleikarinn (sem að ég veit því miður ekki hvað heitir). Frábært band þarna á ferðinni….

Allavega ótrúlega skemmtilegir tónleikar og örugglega þeir bestu sem að ég hef séð í legri tíma hjá þetta ungum og skemmtilegum böndum…

Hlakkar mikið til að sjá og heyra meira frá þessum böndum.
“david bowie is the only real rock star the world will ever have”