Fantômas - Director´s cut Jæjah… Ég rakst á þessa frábæru plötu í reglulegu Japis heimsókninni minni.

Mike Patton ex-Faith no more meðlimur, stofnaði þessa hljómsveit ásamt
geðsjúklingnum Dave Lombardo, ex-trommarinn í Slayer (reyndar nýkominn
aftur) og bassabrúkaranum Trevor Dunn, sem hefur víst verið eitthvað í
djassinum.

Flest svona ofur-get-to-gether bönd eru alls ekki góð, en Fantômas félögum
tekst að búa til einstaka tónlist sem fær mann til að hlæja og öskra í einu.

Nafnið Fantômas kemur úr franskri skáldsögu frá því fyrir 1 heimsstyrjöldina, og
er Fantômas svona anti-hetja sem fremur hræðilega glæpi.

Þeir félagarnir hafa áður gefið út sjálftitlaða plötu, sem ég reyndar hef ekkert
hlustað á, en Metal Hammer gaf 4 stjörnur.

Diskurinn sjálfur er bara geðsjúkur, eintóm lög úr þekktum kvikmyndum, eins og
The Godfather, Rosemary´s baby og sýruþáttaröðunum Twin Peaks.

Dave Lombardo sannar það að hann er og hefur alltaf verið betri en kumpáninn
hann Lars Ülrich með ótrúlega fjölbreyttum töktum, og stemmarinn er alveg
ótrúlegur.

Ég mæli með þessari plötu fyrir alla, ekki bara rokkurum, heldur líka
kvikmyndadýrkendum, og endilega tékkið á þeim og segið svo hvað ykkur finnst.