Hérna kemur smá grein um Papa ROach og ef þið viljið vita meira er hægt að fá uppýsingar á www.paparoach.com og www.papa-roach.com


Eins og margar aðrar hljómsveitir byrjuðu Papa Roach þannig að vinir úr menntaskóla í litlum bæ ákváðu að stofan hljómsveit. Jacoby Shaddix, Jerry Horton, Dave Buckner og Will James gerðu það einmitt og Papa Roach varð til. Þeir urðu snemma vinsælir á heimaslóðum og mikið af krökkum mættu á tónleika hjá þeim sem einkenndust af miklum krafti og ófyrirsjáanlegum aðgerðum Shaddix söngvara sem drógu krakka að. Eftir nokkur ár af spilamennsku á litlum klúbbum og pizzastöðum fengu þeir tækifæri á að spila á stærri klúbbum og þeir hituðu tvisvar upp fyrir Deftones.
Þegar þeir áttuðu sig á því að þeir gætu orðið frægir ákváðu þeir að gera breytingu og ráku bassaleikarann Will James, því hann vildi ekki spila á sumrin vegna vinnu sinnar; og þeir fengu Tobin Esperance sem var aðeins 16 ára en hann hafði verið rótari hjá þeim í 3 ár og síðan réðu þeir Bret Bair til að sjá um að bóka þá á tónleika og annað.
Eftir þetta ákváðu þeir að fara í studio og gera breiðskífu. 1997 kom svo Old friends from young years út og nokkrar útvarpsstöðvar á svæðinu ákváðu að spila lög af disknum og urðu þeir mjög vinsælir. Þetta vakti athygli og brátt voru þeir bókaðir um allt landið að spila.
Í apríl 1998 gerðu þeir svo 5 laga disk í litlu upplagi og seldust 1000 eintök af honum eftir aðeins mánuð. 1999 ákváðu þeir að gera annan 5 laga disk sem hét Let’em know og vakti sá diskur athygli stóru útgáfu fyrirtækjanna og Dreamworks ákváðu að bjóða þeim samning. Þegar samningurinn var í höfn hættu þeir að vinna og ákváðu að einbeita sér að hljómsveitinni.
Þeir drifu sig í hljóðver og fengu Jay Bumgardner sem hafði unnið með System of a down til að producera diskinn og fékk hann nafnið Infest. Diskurinn kom út 25. apríl 2000 og seldist í 30.000 eintöku fyrstu vikuna.. Fyrsta myndbandið sem var gert var við lagið Last Resort og auglýstu þeir að þá vantaði 500 krakka til að leika í myndbandinu og 700 krakkar mættu. Seinna urðu myndbönd gerð við Broken home og Between angels and insects og diskurinn fór í þrefald platinum og varð einn mest seldi diskur ársins.
Þeir ákváðu að fylgja disknum eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Evrópu en það endaði ekki vel því ráðist var á söngvarann Jacoby Shaddix með hníf á lestarstöð í Kaupmannahöfn og þá íhugaði sveitin að hætta en síðan ákváðu þeir að halda áfram og fóru til Japans að spila.
Árið 2001 í desember fóru þeir aftur í studio til að taka upp nýja plötu og var hún tilbúin í febrúar og hún fékk nafnið Lovehatetragedy og fyrsta myndbandið á þeim disk var við lagið She loves me not sem kom út 14.júní og síðan kom Time and time again. Diskurinn hefur ekki selst eins vel eins og Infest en er samt kominn í gull í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera komnir með efni í aðra plötu sem kemur þá væntanlega út á næsta ári.