Ég hef veirð að hlusta á nýju plötuna með Metallica. Þétt plata og flott riff og hljómagangur á ferðinni en…

já.. það er en!

Ef það er hlustað á plötuna með viðmið af því sem Metallica hafa verið að gera í gegnum árin þá er þetta ekki sama hljómsveitin.

Það sem er eftirtektarvert við þessa plötu er eftirfarandi:

- Hljóð er allt annað. Platan hljómar eins og 16 hjóla díseltrukkur með 100 hestafla vél sem er að reyna draga 50.000 tonn.
- Söngurinn hjá James týnist oft í þessu trukkahljóði
- Öll sóló eru horfin.
- Riffin eru orðin einföld og byggjast upp á hljómum. Ekki lengur þessi típísku Metallica riff, Seek and destroy, enter sandman, king nothing, jump in the fire o.s.frv.
- Lögin eru farin að nálgast Nu-Metal stílinn eins og í t.d. St Anger kemur bassaleikarinn inn með svona típíska nu-metal-rapp-ræmu “You flush it out, you flush it out” inn á milli þess sem James er að syngja um St Anger.

En eins og Zakk Wylde gítarleikari hjá Ozzy sagði “It's all about riffs to day”

Miðað við hvernig NuMetal hefur tröllriðið ungu kynslóðinni þá sýnist mér Metallica vera reyna að feta í þau fótspor með því að reyna fara eins langt að brúninni og þeir geta í átt að NuMetal pakkanum án þessa að falla endanlega. Allt til að geta náð í unga fólkið sem aðdáendur.

Og við fyrstu áhlustun hljómar platan vel… í annað skiptið þá hljómar hún líka vel, í þriðja skiptið er eitt og annað farið að þreytast og í fjórðaskiptið fer hún aftur upp í hillu.

Svo mikil áhrif hefur þessi plata. Annað en svarta platan sem hefur aldrei farið upp í hillu aftur.

Ég bíð ekki spenntur eftir næstu plötu hvenær sem hún kemur.

Hvað finnst ykkur?