Metallica - St. Anger !!!ÞEIR SEM VILJA EKKI VITA NEITT UM PLÖTUNA, ALLS EKKI LESA - ÞETTA ER HÁLFGERÐUR SPOILER!!!

Jæja, hér er mín umfjöllun (Eftir aðeins fyrstu hlustun) á þessari nýjustu afurð Metallica sem lak reyndar í fullum gæðum á netið Þriðjudaginn 3.6, þetta er örugglega alls ekki mín síðustu möt á disknum en mig langaði bara að prófa dæma plötu eftir fyrstu hlustun, það getur verið skrýtið að líta á hvernig maður sá plötuna fyrst eftir þónokkurn tíma.


Frantic - 5:50

Krafturinn sem hægt er að ná í þessu lagi er alls ekki náð að fullu, en samt ef maður almennilega “blastar” þessu í eitthverjum ofurgræjum ætti það kannski að virka. En jæja að laginu tæknilega séð, lagið er svona eins og það sé að detta í sundur þegar takturinn byrjar með aðal gítarlínunni sem margir harðir Metallica aðdáendur sem horfðu á mtvICON þekkja, frábært lag verð ég bara að segja, fólki á eftir að bregða hve röddin hans James hefur breyst, til betra að mér finnst en samt, mikil breyting.

9/10


St. Anger - 7:21

Þetta ættu ekki margir að hafa látið fram hjá sé fara, þetta er bara non-stop á X-inu og RuslTíví, Þetta fer í flokk hörðustu Metallica laga frá byrjun, krafturinn er bara alltof mikill, það eina sem hefur pirrað mig við það en hef þó vanist því núna er þetta mjög veika verse sem kemur þarna. Og ekki er ég neitt rosaánægður með skiptikaflann sem notað er á milli riffa sem sándar nákvæmlega eins og riff úr hinu ódauðlega ‘Master of Puppets’, og þó, textinn í viðlaginu er nú samt ekkert nýtt frá þeim heldur… ‘Fuck it all and no regrets, i hit the lights…’

8/10


Some Kind Of Monster - 8:25

Þetta lag byrjar alveg massvel, maður er að búast við þessum venjulegu Nu-Metal riffum út alla plötuna sem bregða fyrir af og til en þetta sker út, mjög vel úthugsað riff og gæti þetta verið eitthvað af Down plötu. Kirk hefur mikið pælt í þessu, þetta er augljóslega samið í eitthverju djammi þar sem Kirk hefur hellt mikið af góðum riffum heyrist mér :) . Mjög þungt lag og eiginlega er frekar erfitt fyrir mig (þar sem ég er að hlusta á það núna) að slamma ekki aðeins hausnum með þrátt fyrir þreytu mína, gott merki eða hvað :D .

8/10


Dirty Window - 5:24

Aðalriffið í þessu lagi er bara að mínu mati með betri riffum Kirk, tekur það nokkrum sinnum og brýtur það svo aðeins niður og gerir það að einu illsta riffi frá Metallica frá byrjun (Fyrir utan kannski ‘The Thing That Should Not Be’). Fyrri parturinn af chourusinum í þessu lagi er eitt af rólegustu stöðum á plötunni, annars er seinni parturinn bara með þyngstu pörtunum plötunnar, skrýtin skipting. Annar á lokamínutum þessa lagi er lagið orðið aðeins of endurtekningasamt og veikt, það byrjar allt á því að James hlær alveg ótrúlega fáránlega :).

6,5/10


Invisible Kid - 8:30

Örugglega veikasta lag plötunnar en á þó nokkra spretti þar sem það er alveg nær 9 mínútur, aðalriffið er ekki slakkt frekar en á fyrri lögum, samt eru það trommurnar sem skína í þessu lagi, allravegna eftir fyrstu hlustun eru þær það eina sem skildi mig eftir ánægðan, það og aðalriffið. Textarnir hér eru ekkert til að hrópa húrra og lemja ánægður í borðið með höfðinu fyrir, mjög endurteknirgarsamir og ekki er heldur mikið vit í þessum litla texta sem er við þetta lag.

5/10


My World - 5:45

Fínasta lag, alveg frábært, reyndar er ekkert aðalriff, eða ekkert sem ég tók eitthvað sérstaklega eftir. Annars er svitinn í þessu lagi bara lekandi útúr hátölurunum, þessu var sko legið yfir, hefur að geyma þyngsta kafla plötunnar að mínu mati, má finna smá keim af Svörtu plötunna í þessu lagi þó það sé ekki mikið. Frábær lag annars.

8/10


Ef þið eruð að furða ykkur á af hverju ég er ekki að fara sérstaklega djúpt í hljóðfæraleikinn er vegna þess að það er ekkert sem stendur uppúr, allt smellpassar á flestum stöðum og ekkert þarf að meta hver er bestur í hverju lagi, og + það að ég vil ekki segja OF mikið frá plötunni.


Shoot Me Again - 7:10

Byrjar eins og eitthver tilraun með Hendrix, þó það sé langsótt hjá mér þá held ég að eitthverjir geta verið sammála mér er þeir heyra plötuna. Eitt sem kom mér til að hlægja er hvað söngur James á einum parti í versinu hljómar eins og eitthvað með Daysleeper, sem er reyndar ekkert vont að mínu mati, sönglínur þeirra eru oft mjög flottar. Svo heldur söngurinn áfram inní mjög undarlegann kafla þar sem James er eiginlega bara talandi, og ekki bara talandi, talandi eins og ‘Schwarzenegger’ í einni af töffaramyndum sínum. meðal þungt lag miðað á skala við hvað platan ER þung, hefur sína galla og sína kosti sem eru samt fleiri í þetta skiptið, það eina sem þetta lag skilur eftir sig er ein spurning, hvað er hann að meina með textanum: “All the shots i take, i spit back at you”… hvað þýðir þetta og til hvers er hann að syngja??? Allravegna er þetta eitt af mínum spurningum eftir að hafa hlustað á plötuna.

7/10


Sweet Amber - 5:27

Það er annaðhvort bara nafnið eða eitthvað í laginu sem lætur það hljóma að hluta til eins og eitthvað kántrýþungarokkslag :D, en nei nei þetta var nú djók, og þó. Með betri lögum plötunnar, mjög hratt og mætti líkja aðal gítarlínunni við tannverki, mjög langsótt hjá mér en ég meina John Lennon líkti eitthverju lagi sínu við appelsínu þannig að þetta er ekkert svo skrýtið hjá mér :D.

8/10


The Unnamed Feeling - 7:09

Eftir fyrstu hlustun á plötunni er ekki spurning fyrir mig að þetta sé besta lagið, þetta er bara geðveikt, ofur þungt, mjög drungalegt ef þú pælir aðeins í því, heyrir í Kirk vera eitthvað að leika sér með eitthvern effect á milli kafla, sem sándar eins og James sé að segja eitthvað þótt þetta sé aðeins gítar, frábært, samt ekki talkbox effect (sem notaður er í sólóinu í ‘The House That Jack Built’ á Load) heyrist mér. Riffin eru skiptingasöm og öflug sem er auðvitað gott miðað við það að þessi plata sé tekin upp í Pro-Tools þar sem fólk þarf aðeins að taka upp riffin einu sinni og copy/pasta bara nokkrum sinnum. vil ekkert segja meira frá þessu lagi, vil bara að fólk hlusti og skilji hvað ég var að segja og dæmi sjálfs, alveg reyndar eins og alla plötuna, þetta eru auðvitað bara mín álit :D

9/10


Purify - 5:14

Alveg ágætislag, gæti alveg eins verið annars singull plötunnar, er með allt í það, þunga, grípandi/spooky chorus og lengdina (Allravegna þyrfti ekki að stytta það um helming eins og St. Anger), samt aðeins of endurtekningasaman texta en nenni ekki að kvarta yfir því meira enda eru textarnir ekki aðalmálið að mínu mati. Það kemur vel fram í þessu lagi hve röddin í James er orðið sterkari og kraftmeiri en hún var, krafmikil á annan hátt en hvernig hún hljómar t.d. á ‘…And Justice For All’ þar sem hann hvíslöskrar plötuna í gegn og lætur hana ekki njóta sín jafn mikið, en auðvitað er hann orðinn bara betri söngvari og hefur bara miklu betra vald á röddinni og þarf ekki að fela hana eins mikið og á fyrri plötum að mínu mati.

7/10


All Within My Hands - 8:47

Byrjar eins og lag með Disturbed sem reyndar boðar ekki gott, allravegna ekki fyrir mig. En mér til mikillar furðu breytist lagið mjög til góðs, svo þegar það kemur að byrjunar riffinu aftur þá er söngur kominn inn með og það hljómar bara allt öðruvísi á MJÖG góðan hátt. Eftir að hafa hlustað á allan diskinn verð ég að segja að þetta lag hefur að geyma flottasta versið á plötunni sem ýtir því mjög upp. Lagið endar með alveg mjög alveg frábæru outro-i á plötu, alveg magnað, læt það vera að lýsa því frekar… það eru svo margir sem egia eftir að hlusta á plötuna.

7,5/10


Vildi líka geyma eitt þangað til í endann… þessi plata hefur eiginlega nákvæmlega sama yfirbragð og plata Down (Down II - A Lust In Your Hedgerow) þrátt fyrir að henni vantar hráleikann sem er á þeirri plötu, sem er auðvitað gott, að þeir séu ekki að gera bara nákvæmlega eins. Annars er þetta bara mitt álit á henni, allravegna veit ég að Kirk elskar Down, og hefur alveg augljóslega hafið mikil áhrif á hann við vinnslu St. Anger…

Takk fyrir og njótið vel