Eina allra besta rokk hljómsveit heimsins í dag er án efa hin frábæra sveit Audioslave. En eins og flestir vita þá samanstendur hún af þremur fyrrverandi meðlimum Rage against the machine og svo náttúrulega hinum frábæra söngvara, Chris Cornell, sem var í Soundgarden.
Audioslave er kannski hvað þekktastir fyrir lagið Cochise, sem hefur verið í mikilli spilun á RadíóX og Popptíví undanfarið. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu rétt fyrir síðustu jól og persónulega verð ég að segja að þetta er ein albesta plata sem komið hefur út í mörg ár! Sannkallað meistaraverk. Hvert lagið öðru betra og allt saman smellur svona líka snilldarlega saman. Undirspilið er 110% þétt, enda ekkert skrýtið því þeir hafa verið að spila saman í rúman áratug, og svo er það náttúrulega hin gífurlega kraftmikla og flotta rödd Cornells sem fullkomnar þessa snilld! Maðurin er svo geðveikur söngvari að það nær ekki nokkurri átt! Stundum er hann syngjandi eitthvað mellow og oft langt niðri, svo allt í einu djöflar hann röddinni á sér upp í tónhæðir sem maður hefði ekki einu sinni getað ímyndað sér! Að mínu meti er þessi maður einn sá albesti í bransanum!
Ekki nóg með það að hljómsveitin sé fáránlega þétt og söngurinn fullkominn þá eru lögin alveg gífurlega flott og vel samin. Þessi lög eiga það öll sameiginlegt að vera keyrð áfram af þéttum bassa og trommuleik og ofan á það leggst svo snilldar gítarleikur Morellos, svo til að kóróna þetta allt þá syngur Chris svo vel að gæsahúðin og hrollurinn er það eina sem maður finnur fyrir!
Persónulega þá fíla ég hvert einasta lag á þessum disk í botn og finnst þau öll vera nú þegar orðin klassísk! En auðvitað á maður sér uppáhaldslög eins og gengur og gerist. í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru : Show me how to live, Gasoline, Like a stone, Shadow on the sun, og síðast en alls ekki síst I am the highway en í því lagi er diskurinn aðeins dempaður niður og Audioslave sýna að þeir geta líka gert róleg og virkilega flott lög, sem I am the highway sýnir og sannar.
Vonandi heldur þetta samstarf þeirra Rage… manna og Cornells áfram og vonandi fær maður nýjan Audioslave disk helst sem fyrst…