Pink FLoyd Pink Floyd var stofnuð um miðjan sjötta áratuginn og voru þeir fyrsta svokallaða geim-rokk bandið. Það voru þeir Syd Barret(gítar og söngur), George Roger Waters(bassi og söngur), David Jon Gilmour(gítar og söngur),
Nicholas Berkley Mason(trommur) og Richard William Right(hljómborð og söngur) sem skipuðu þetta stórkostlega band. Þeir notuðu mikið af alls kyns hljóðeffektum sem gerði tónlist þeirra frábrugðnu öðru sem var að gerast og auk þess gerðu þeir mjög djúpa og ljóðræna texta sem gerðu tónlist þeirra enn betri. Þeir spiluðu mjög framsækið og sálrænt rokk, sem hafði ekki áður komið fram.
Þegar þeir byrjuðu að spila saman(Syd , Roger, Richards og Nicholas) féllu hinir fljótt undir stjórn gítarleikarans Syd Barrets , snillingnum sem samdi og söng mestallt af efninu sem þeir gerðu til að byrja með. Þeir skýrðu sig Pink Floyd, en nafnið er í raun komið frá fyrstu nöfnum frum kvöðla blúsins (Pink Anderson og Floyd Council). Til að byrja með spiluðu þeir félagar allt öðruvísi tónlist en hún átti eftri að vera þegar leið á árin.
Pink Floyd byrjuðu snemma að gera tilraunir með tónlist sína með hljóðfærunum, með allskonar feedbacki, elektrónískum ískrum og óvenjulegum ertandi hljóðum sem voru gerð með hátt stilltum mögnurum, reverbi og brögðum eins og að renna málmhlutum upp og niður strengina(sem nú ertu kallaðir “slædar”). Og árið 1966 byrjuðu þeir að bæta inn í tónleika sína ýmis konar ljósum sem gerðu tónlist þeirra áhrifameiri og setti meiri sálræna effekta inní hana. Og meira var að Syd samdi venjulega tónlist sem hann setti í óvenjulegar útsetningar sem gerði hana “öðruvísi”.
Þeir gerðu samning við EMI árið 1967 og gáfi út sinn fyrsta singul sem hét “Arnold Layne” og komst hann á topp 20. Fljótlega kom út annar singull sem bar heitið “See Emily play” en hann komst inná topp 10 listann í Bretlandi. Og í framhaldi þessara smáskífa kom síðan fyrsta breiðskífa þeirra, “The Piper at the gates of dawn”. Syd Barret samdi nánast öll lög á þessari plötu og var hún mjög fjölbreytt og skemmtileg. Ástæðan fyrir því að engin önnur plata sem var líktist þessari kom út var að Syd Barret fór um mitt ár 1967 að sýna að hann gæti ekki gert þetta lengur og sýndi vangetu sína vegna geðheilsu. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar sögðust eiga erfitt með að vera með honum í stúdíói eða spilað með honum.
Í byrjun ársins 1968 var David Gilmour tekinn inn í bandið sem fimmti meðlimur. Hann hafði verið vinur þeirra félaga lengi en aldrei verið með í hljómsveitinni. Hugmyndin var að Floyd gæti haldið stalli sínum, þ.e. að Syd gæti enn samið tónlist og David gæti spilað gítarinn á tónleikum þar sem Syd átti erfitt með það. Sú hugmynd virkaði samt ekki alveg nógu vel og Syd var kominn úr bandinu innan nokkurra mánaða.
Þeir félagar urðu nokkuð vonlausir , þar sem þeir höfðu misst aðallagahöfund, aðalgítarleikara og aðalsöngvara, og ákváðu að hjálpa Syd við sólóferil sinn. En svona þagað hefur nú oft gerst hjá mörgum böndum og þrátt fyrir þetta allt komu Pink Floyd saman aftur án Syds og héldu ekki bara vinsældum sínum heldur eignuðust jafnvel fleiri aðdáendur.
Þótt að fyrsta platan þeirra sem var nánast öll samin af Syd hafi náð topp 10 í Bretlandi, voru þeir nánast óþekktir í Bandaríkjunum , svo missir Syds breytti ekki miklu á framabrayt þeirra. Platan sem þeir gerðu næst, “A Saucerful of secrets” komst einnig á breska topp 10 listann, en á henni notuðu þeir stíl Syds sem mót en notuðu sínar eigin hugmyndir meira og byrjuðu að þróa nýjan stíl.Næstu fjögur ár héldu þeir áfram að gera sitt tilraunakennda rokk með miklum gíturum og orgelköflum, en smá saman byrjuðu þeir að taka breytingum og hættu í smáskífubransanum og reyndu meira að gera framsækið rokk, með heils plötu verkum. Þeir settu mikið fordæmi fyrir komandi breskar framsæknar hljómsveitir með evrópu og N-Ameríku túrnum sem þeir fóru í eftri Ummaqumma.
Um 1970 var stíll Syds alveg farinn úr tónlist þeirra, á plötunni “Meddle” var rokk þeirra orðið talsvert fíngerðara og auðveldara fyrir hlustandann að melta. En enginn hafði búist við jafn miklum vinsældum og þeir fengu að lokum eftri að hafa gefið út plötuna “Dark side of the moon” sem er mikið meistaraverk og kom Pink Floyd á “stjörnuhiminninn”. Þar voru þeir byrjaðir að vinna með alskonar öðrum hljóðfæeum eins og saxófón og vera með miklar bakraddir. En þes má geta að “Dark side of the moon” var 174 vikur á billboard listanum í Bandaríkjunum sem er alveg ótrúlega mikið.
Það var erfitt að gera plötu á eftri henni, en “Wish you were here” endaði nú samt í fysta sæti á breska og ameríska listanum. Bæði hún og “Animals” bjuggu yfir meiri einfaldleika og hreinleika heldur en Myrkri hlið Tunglsins, en þá var Roger nokkurn veginn búinn að taka yfir Pink Floyd, en hann fullkomnaði það með “The Wall” sem var gefinn út 1979 og fór einnig mjög vel í aðdáendur. Enda var sú plata mun léttari heldur en það sem áður hafði komið og mun útvarpsvænni, og á þeirri plötu var líka vinsælasta smáskífa Pink Floyd frá upphafi eða, “Another Brick in The Wall”.
Allir meðlimir höfðu nú unnið allir að hliðar sólóverkefnum eða svipuðum verkefnum og sú óeinbeitni skilaði af sér “Final Cut” sem var ekki mjög heillandi plata að mati flestra, en hún var eitthvað svo dæmigerð. Eftir fall hennar skildu Pink Floyd í tíma. Leiðindi urðu á milli meðlima og Waters fór í mál við Gilmour og Mason, en þá hafði Wright misst allan meðlimsrétt. Rogers sagði skilið við hljómsveitina eftri að hafa tapað málinu en hinir héldu áfram og gáfu út þær tvær plötur sem komu út 1987 og 1988. Þeir gekk vel með þær, en þær einkenndust af “commercial” tónlist sem þeir höfðu ekki verið mikið áður í.
Pink Floyd eiga enn marga aðdáendur sem jafnvel voru ekki fæddir þegar DSOTM kom út og er Pink Floyd með uppáhalds hljómsveitum mínum. Tónlist þeirra er einstaklega heillandi og alveg einstaklega stórbrotin, hún er búin að breytast mikið síðan 1967 og þeir gáfu um daginn út best of plötuna “Echoes” en á henni er gott samansafn af ýmsum lögum frá öllum tímum þessarar hljómsveitar.


Plötur Pink Floyd:

The Piper at the gates of dawn
1967

A Saucerful of secrets
1968

More 1969
Ummaqumma
1969

Atom heart Mother
1970

Meddle 1971

Obscured by Clouds
1972

The Dark side of the moon
1973

Wish You Were here
1975

Animals
1977

The Wall
1979

The Final Cut- A Requiem for War Dream
1983

A Momentary Laps of Reason
1987

Delicate sound of Thunder
1988

The Divison Bell
1994

Pulse
1995

Is there anybody out there? (TW Live)
2000

Echoes (best of) 2001