Sagan á bakvið þessa grein hefst eftir tónleika Coldplay hér á síðasta ári.

Eftir tónleikana fórum við bakvið höllina og bíðum í góðan tíma, og að lokum náðum við tali af Coldplay, þó samt aðallega Chris söngvara. Eftir að hafa spjallað í dágóða stund spurði hann hvort við ættum demó sem við viðurkenndum að við ættum. Við létum hann fá geisladiskinn og upplýsingar um hvernig hann ætti að ná í okkur.

Vikurnar liðu og ekkert heyrðist frá Chris, og við héldum þá bara að hann hefði annað hvort hent disknum strax í ruslið, eða hann hefði bara hatað hann, þó hann hafi sagt “even if it's a load of crap, i'll still e-mail you and let you know on how you can improve”.

Oh, well við vorum nú samt ekkert það svekktir og gönntuðumst oft með það hvað það væri fyndið ef við myndum heyra allt í einu okkar lög í flutningi Coldplay og hlóum dátt eftir það.

Nú þegar Coldplay gáfu síðan út nýja plötu “A rush of blood to the head” og er þar að finna lagið The Scientist. Ef vel er að gáð má heyra að í því lagi notast Coldplay menn við nákvæmlega sömu hljómasamsetningu og hljómagang, og í laginu “farðu að sofa” með gizmo.

Vandamálið með það að gítarundirspilið og grunnhljómarnir séu það sama, er að það telst ekki sem stuldur þar sem það að vera með sama hljómagang gerist oft, og fólk gerir oft óvart eins hljómagang í mismunandi lögum, mismundandi hljómsveitum t.d. hið víðfræga GCD. Það telst aðeins sem stuldur ef melódía sé hin sama.

Þó er aldrei að vita nema að þetta sé svona svakaleg tilviljun, þótt við viljum halda að við höfum í raun hjálpað til að semja þetta lag. Við tékkuðum hvað við gætum gert í stöðunni, og það er nákvæmlega ekkert.

En sumsé það má vel vera að þetta sé tilviljun og það má líka vel verið að þeim hafi bara litist vel á þennan hljómagang og viljað gera þetta að topplagi með fínni melódíu. We'll never know.

En aðalatriðið er að pæla ekki í þessu og svekkja sig alls ekki á svona. Ef þú átt eintak af “Farðu að sofa” þá hlustaðu á það og svo á “The Scientist” ;)

P.S. Annars er það að frétta af giZmo, að við vorum í stúdíó-i að taka upp demódiskinn - “is that a demo in your pocket or are you just happy to see me” sem inniheldur 2 ný lög, sem eru að okkar mati okkar lang bestu. Við ætlum að senda þetta á útvarpsstöðvar og vona að einhver taki okkur alvarlega :)

Ef þig langar í eintak, þá geturu tékkað á http://www.bergur.is/gizmo og síðan kemur þetta vonandi líka á rokk.is og síðan náttla http://www.gizmo.tk

kveðja,
Hlynur bassi :)
_____________________________