Nirvana var stofnuð árið 1985 af Chris / Krist Novoselic í heimabæ þeirra Aberdeen, Wash. Úthverfi í Seattle. Fyrsta tónlistarlega framkoma þeirra var sem The Stiff Woodies, en þar var Kurt á trommum, Novoselic á bassa og sá sem var hendi næst á gítar. Árið 1987 höfðu þeir umbreyst í Nirvana ; Kurt var nú söngvari og á gítar, og nú var Chad Channing kominn sem trommari þeirra.


Í júní, árið 1989 var fyrsta plata þeirra, Bleach gefin út fyrir aðeins 600$. Bleach var dökk plata, sem innihélt einfaldan gítar í lögum eins og Negative Creep og School ásamt fágaðri lögum eins og About a Girl og breyttri útgáfu af lagi Shocking Blue, lagið Love Buzz.


Eftir tónleikaferðina og leit að öðrum útgefanda, voru Nirvana komnir til DGC, David Geffen's record label, eftir að hafa verið 2 ár hjá Sub Pop records. Árið 1991 fóru þeir til Smart Studios í Madison, Wisconsin til að taka upp plötuna Nevermind. Hún var gefin út 13. september þetta sama ár og náði platínusölu á þrem vikum, sem var aðallega að þakka smellinum, Smells like Teen Spirit.


Eftir massívan túr til að fylgja eftir Nevermind, komu Nirvana aftur Bandaríkjanna, gáfu þeir út Incesticide, safn af B-hliðum og áður óútgefnum lögum, sem seldist vel þrátt fyrir lítinn áhuga. Eftir að vera búnir að túra næstum nonstop, snéru Nirvana menn aftur í upptökuverið til að taka upp hina langþráðu, In Utero.


Upphaflega voru menn hjá DGC ekki mjög ánægðir með plötuna og héldu að um demo væri að ræða hjá þeim. Þeir héldu að platan myndi valda aðdáendum vonbrigðum eftir hina útvarpsvænu plötu, Nevermind. Nokkur laganna voru mix-uð eða tekin upp aftur, en flest héldu sínu upprunalega formi. Ein af ástæðum þess að In Utero hljómaði ekki jafn vel og Nevermind var kannski sú að In Utero var tekin upp á aðeins tveimur vikum. Meirihluti söngs var tekinn upp á aðeins einum degi, þökk sé hósta safti, og mörg laganna tekin upp í röð án hlés. Einnig var bassaspilun Krist's oft á tíðum óupptakanlegur.


þegar búið var að ráða úr vandamálum við útgefendur, var In Utero gefin út 14. september árið 1993 í Bretlandi, en vegna ófyrirsjáanlegs vanda, var hún gefin út viku seinna í Bandaríkjunum, þann 21. Erlenda útgáfan innihélt einnig hidden track, Gallons of Rubbing Alcohol Flow Through the Strip, og er nú einungis til á ólöglegum upptökum (bootleg's) og innfluttum diskum.


Nirvana tóku aftur til við að túra víða um heim. Þann áttunda janúar, árið 1994 spiluðu þeir sína síðustu tónleika á bandarískri jörð, í Seattle, Washington. Þar eftir túruðu þeir um Evrópu og spiluðu sína allra síðustu tónleika 1. mars, sama ár í Münich, Þýskalandi.


Eftir komu þeirra til Bandaríkjanna aftur, flúði Kurt af Exodus meðferðarheimilinu vegna heróínvanda sem hann hafði lengi átt við að stríða. Nokkrum dögum síðar, þann áttunda apríl fann rafvirki í húsinu hans í Seattle hann látinn. Kurt hafði verið dáinn í nokkra daga og var dánarorsök haglabyssuskot í höfuðið. Hann skildi eftir sjálfsmorðsbréf nálægt líkinu, þar sem stóð af hverju hann hafði gert þetta. Aðdáendur voru lengi að ná sér eftir dauða hans og eru sumir enn að syrgja.
Kurt var fæddur árið 1967 og dó árið 1994, þá 27 ára.


Ég biðst afsökunar vegna villa sem kunna að leynast í textanum, greinin var gerð í flýti vegna tímaþröngs. Vinsamlegast bendið mér á villur, þar sem ég þekki lítið til Nirvana og var þetta einungis gert sem greiði fyrir RaggiS.
Allar upplýsingar teknar af
http://www.nirvanaclub.com/facts/backinfo.htm