Áhrif tónlistar Pólitísk áhrif tónlistar

Pólitísk áhrif tónlistar eru mikil og hefur verið það síðan öldin byrjaði með blús söngvum og alveg upp í poppið í dag. Margir tónlistarmenn eru að flytja lög sem fjalla um stríð í heiminum eða annað óréttlæti. Margir af þessum tónlistarmönnum gefa milljarða til góðgerðamála. Sum tónlist hefur líka breytt heiminum eins og Dylan, Lennon og fleiri.
Tónlist hefur í gegnum árin verið helsti miðill breytinga og róttækra hugmynda. Tónlistarmenn hafa breytt tísku, skoðunum o.fl. Pólitísk áhrif tónlistar geta verið gríðarlega mikil allt frá forsetakosningum og til mótmæla söngva. Allt frá Huddie Ledbetter og Woody Guthrie, pólitískir mótmæla söngvarar, Bob Dylan, Frank Sinatra og “The Rat Pack” sem hjálpuðu John F. Kennedy mjög mikið í forseta kosningunum á 6. áratugnum og til Bono söngvara U2 sem hefur meðal annar unnið með páfanum og góðgerðarstofnunum. Huddie Ledbetter var svartur blús og þjóðlagasöngvari sem lenti í fangelsi fyrir morð. Hvítir tóku hann uppá sína arma þegar hann var látinn laus úr fangelsi. Mörg hans laga lifa enn góðu lífi í dag eins og C.C. Rider. Bob Dylan var undir miklum áhrifum frá Woody Guthrie. Í kringum 1962 byrjaði Bob Dylan að semja lög sem höfðu mjög pólitískt umræðu efni. Eins og Blowin in the wind og A hard rain is gonna fall. Snemma á öldinni breiddist út róttækni bæði meðal verkafólks og menntamanna um allan heim, út frá því spruttu upp allskonar mótmælasöngvarar og söngvar sem lifa enn.

Kommúnistar 4. og 5. áratugsins í New York voru nær eingöngu menntamenn af millistéttarættum og eins og slíkra er siður í stöðugri leit að sambandi við alþýðuna. Sumir töldu sig finna þetta samband í gegnum blús og þjóðlagatónlist hvíta fólksins. Síðan uppgötvuðu þessir menn Woody Guthrie, sem hafði þvælst frá Oklahoma til Kaliforníu, rétt eins og tugþúsundir bænda, sem John Steinbeck lýsti í frægri sögu sinni “Grapes of Wrath”.
Woody flakkaði töluvert um og lærði þjóðlög og blús af öðrum flökkurum og söng líka á útvarpsstöðvum og spilaklúbbum í Kaliforníu á árum kreppurnar miklu. Orðspor hans gekk til New York og kommúnistarnir fengu hann til sín og gerðu hann að eins konar þjóðhetju. Maður fólksins var fundinn. Woody fór að semja lög sjálfur og fjallaði um atburði dagsins, sem hann sá frá sjónarhóli verkafólks og annarra kúgaðra. Hann samdi m.a. lög um Tom Joad úr Grapes of wrath (Þrúgur reiðinnar) sem fólk hlustaði á af því það var ólæst eða hafði ekki efni á að fara í kvikmyndahús. Síðan á árum ofsóknanna fór lítið fyrir Woody og meðfæddur taugasjúkdómur ásamt drykkjuskap gerði hann smám saman óvinnufæran. Um miðjan 6. áratuginn komu róttækir menntamenn. Þjóðlagasöngvararnir gátu aftir farið að koma fram opinberlega. Pete Seeger flutti mörg laga Woody Guthrie og gerði hann að þjóðsagnapersónu, á meðan Woody var að deyja á spítala.
Um 1960 bættist grannvaxinn gyðingastrákur í þjóðlagagengi New York borgar. Hann kunni ekki bara öll lög Woodys og gat kynnt gamla blúsara með því að “þennan lærði ég af gömlum niggara á rykugum vegi í Miðvesturríkjunum”, hann gat líka samið beittar samfélagsádeilur. Vitringar þjóðlaga heimsins útnefndu þennan mann arftaka Woody Guthrie. Nafn hans er Robert Zimmermann en hann kallar sig Bob Dylan. Dylan hafði síðan afgerandi áhrif á alla tónlistarsköpun þó aðallega textagerð. The Beatles varð fyrir miklum áhrifum frá honum, sérstaklega John Lennon.

Hipparnir.

Hippamenningin vakti ekki verulega mikla athygli fjölmiðla fyrr en árið 1967 og varð þá að fjölda hreyfingu. Sýruspámaðurinn Ken Kesey skoraði á hippana að fara “handan sýrunnar” og ná hugvíkkunaráhrifum hennar með öðrum og hættuminni aðferðum. Hipparnir í San Francisco reyndu að gleyma þeirri fjölmiðlaímynd, sem hippamennskan var orðin en það gerðist ekki. Eftir fyrstu hrifningarvímu blómasumarsins 1967, tók þó að bera á ýmsum skuggahliðum. Æ fleiri gerðu sér grein fyrir því hversu vafasamt það var að leika sér með hættulega efni eins og LSD, og barnslega einfeldnislegt yfirbragð hippanna gekk ekki upp. Sú hljómsveit sem var einna vinsælust á þessum tíma var Creedence Clearwater Revival. Þeir sungu lög um Vietnam stríðið sem voru um hermennina og þeirra þjáningar meðal annars Run through the jungle og Fortunate son.
“Oh baby, baby its a wild world, its hard to get by on a smile girl” söng Cat Stevens undir lok blómatímans. Á árinu 1968 rann hið andpólitíska yfirbragð af flestum hippum, og þeir tóku fullan þátt í andófsaðgerðum með stúdentum. Eftir nokkurn tíma runnu þessar hreyfingar meira og minna saman. Í hversdagslífi æskunnar varð lítið bil á milli þess að storka forledrum sínum með hársídd og klæðaburði og að taka þátt í pólitískum aðgerðum. Það sem öðru fremur tengdi æskulýð heimsins var rokktónlistin, og þar sameinuðu menn tilraunastarfsemi, pólitíska ádeilu og boðskap um frið á jörð og einfaldara líf. Það varð erfitt að sjá mun á pólitískum aðgerðum og rokktónleikum.
Hápunktur hipppamenningarinn var rokkhátíðin Woodstock á Austurströnd bandaríkjanna. Um hálf milljón hippa komu saman á þessa þriggja daga hátíð friðar og rokktónlistar. Aðstandendur hátíðarinnar og þeir sem gerðu margfræga kvikmynd um hana höfðu það í huga að skapa ímynd sameinaðrar kynslóðar, sem vildi betri heim og vildi hann strax. Jimi Hendrix spilaði meðal annars bandaríska þjóðsönginn í magnaðri útsetningu. Hippaímyndin og sakleysi sjöunda áratugarins molnaði þegar hræðilegir atburðir gerðust í Kaliforníu. Þeir atburðir sem gerðust var að Charles Manson lét “Manson fjölskylduna” drepa fólk víðsvegar um Kaliforníu. Charles Manson var hippi og einni brjálæðingur sem hataði ríka fólkið og ríku hippin. Hann fékk til sín fólk í Manson fjölskylduna og eftir mikla LSD neyslu gerðist eitthvað og myrtu mikið af fólki. Charles Manson var tónlistarmaður og var undir miklum áhrifum frá Bítlunum. Manson sagði að Bítlarnir John, Paul, George og Ringo væru 4 prinsirnir hans. John Lennon var ein af helstu og mikilvægustu mönnum á hippatímabilinu. Hann samdi lög eins og Give Peace a Chance, Imagine, Power To The People og Woman is the nigger of the world. Hann og eiginkonan hans. Yoko Ono voru mikið á móti stríði. John Lennon var síðan myrtur á fertugsaldri fyrir utan heimili sitt að kvöldi 8. desember 1980. Morðinginn var geðtruflaður aðdáandi hans. Skömmu eftir Charles Manson atburðina gerðist annar atburður sem setti strik í reikninginn. The Rolling Stones héldu tónleika í Altamont í Kaliforníu og fengu Hell´s Angels mótorhjólagengið til að halda uppi lögum og reglu. Allt fór úr böndunum og var maður drepinn af Hell´s Angels fyrir framan sviðið. Eftir þetta má segja að sakleysi hippatímans hefði lokið. Það má segja að nær öll tónlist frá þessum tíma hafi verið pólitísk.

Pönk, Reggie og fleira.

Eftir hippatímann má segja að það hafi myndast gap í pólitískri tónlist þangað til pönkið hóf innreið sína. Þar voru fremstir í flokki Sex Pistols með lögin eins og God Save The Queen og Anarchy in Uk. Þau voru bönnuð í BBC og fleirum útvarpsstöðum. Einnig spruttu upp allskonar tónlistarstefnur og má nefna reggietónlistina frá Jamaica. Það má segja að með pönkinu hefði anarkisminn haldið innreið sína í tónlistina. Á 8. og 9. áratugnum fóru tónlistarmenn að láta mikið að sér kveða í sambandi við góðgerðartónleika og má þar nefna Live Aid góðgerðartónleikarnir. Í dag er mikið um að tónlistarmenn gefi vinnu sína til ýmissa góðgerða samanber Neil Young og Bono í U2. U2 hefur samið mikið af pólitískum lögum eins og “Sunday, Bloody Sunday” sem fjallar um þegar bretar skutu á mótmælagöngu kaþólskra. Bono hefur mikið ferðast um og reynt að létta skuldum fáttækra þjóða, einnig má nefna að Bono er að hjálpa fólki í Afríku að berjast gegn alnæmi en lagið One fjallar um alnæmi í heiminum. Það má segja það að U2 séu einu helstu tónlistarmenn pólitískrar tónlistar í dag.

Þetta er ritgerð sem mér datt í hug að senda inn.

Steinar
áhugamaður um tónlist