Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vari
vari Notandi frá fornöld 106 stig

Dash 8-100 með FÍ texture (3 álit)

í Flug fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Sæl verið þið. Ég sá á Flightsim.com í gær Flugf. Íslands-texture fyrir Dash- 8-100 frá The Fruit Stand's. Ég downloadaði vélinni og setti hana inn en hún kemur aldrei fram í FS þegar ég set hann af stað. Veit einhver hvað getur verið að? Þekkir einhver þetta vandamál? Var búið að laga þennan galla sem var í Dashinum sem er búinn að vera til í talsverðan tíma. Hann var ekki að virka í flugtaki og lendingu.

Flughæðarvandamál (1 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Halló. Afhverju get ég ekki komið minni flugvélum í fs2004 í nema um það bil 6000 fet þá fara þær að missa ferð? (Ground speed)Vélar sem eiga að leika sér í 10000 fetin. Vanadamálið er ekki eða ég líni ekki mótorana.

Flight Simulatur X Deluxe edition til sölu. (1 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég er með Flight Simulator X Deluxe edition sem ég vil selja. Keyptur í BT fyrir talvert löngu. Setti hann einu sinni í tölvuna en uninstallaði honum eftir um það bil viku þar sem tölvan mín ræður illa við hann og ég er ekki að fara að kaupa nýja eða stækka þessa. Hver hefur áhuga og hvað viljið þið greiða?

Flugstjórn í Flight Simulator (2 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég flaug frá Reykjavík í Fs2004 til Akureyrar. Flugið var IFR. Ég stikaði leiðin BIRK-EL(NBD)-REKVA-ASKUR-BOTN(NBD)og þaðan til Akureyrar. Þegar ég var að nálgast ASKUR þá segir flugstjórn mér að beygja til vinstri og ég fer í átt að NONNI og framhjá honum. Þeir láta mig svo beygja í austur og ég kem ofan í Eyjafjörðinn talsvert norðan við Hjalteyri og beygj svo til Akureyrar. Er ekki hægt að forðast það að maður sé tekinn út af kúrsinum svo snemma og látinn krúsa um einvher svæði sem ekki...

Lag úr spaugsofunni (0 álit)

í Músík almennt fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Halló. Í gamla daga var Spaugstofan oft með rólegt lag í atriðum sínum. Í kringum 90-92 eitthvað svoleiðis. Bryjar á píanóspili og svo líklega þverflauta sem bætist við. Mjög rólegt og hugljúft lag. Til dæmis var lagið undir í atriði þegar gert var grín af mynd Davíðs Oddssonar, “Allt gott”. Ráðherrar voru þá látnir fara upp á vörubílspall og svo var þeim sturtað af eftir að hafa beðið Guð um hina ýmsu hluti. Veit einhver hvað þetta lag heitir?

Fokker 50 (0 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Er hægt að skipta um panel í Virtualcol Fokkernum? (Fs2004) Svona idjót eins og ég kann ekkert á þann panel og fæ miklu meiri ánægju út úr því að hafa einfaldan panel. Ástæðan fyrir því að ég vil nota Virtualcol Fokker er sú að hún er ólíkt skemmtilegri að fljúga henni að mínu mati.

Vandamál með FS2004 (1 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég er með FS2004 í WIndows Vista og er með addon scenery af íslenskum fligvöllum frá FSIsland (Iceland 2005) Ég spila sem Administrador með addon vélar reyndar. Vandamálið er að fljótlega eftir flugtak þá slökknar á herminum og tölvan restartar honum aftur en þá þarf ég að byrja allt upp á nýtt. Er einhver hér með skýringar eða ráð?

AI-traffic (0 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hvernig virkar þessi AI traffic? Get ég sett Fokker i AI og ekki alltaf verið eini Fokkerin á ferðinni? Ef svo er, hvernig? Er ekki að spila á netinu?

FS2004 og Windows Vista (4 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Virkar FS2004 í Windows Vista?

Flight Simulator X tölvustærð (3 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Komiði sæl. Var að fá mér tölvu sem er 2,1 ghz örgjörvi 4 gb í vinnsluminni og 512 mb skjákort. Get ég notað hana í FlightSimulator X í fullum gæðum?

Fokker 50 vertical speed (1 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Halló. Er að reyna að fljúga Virtualcol Fokkernum en er í smá veseni með vertical speedið. Er ekkert hægt að stilla það sérstaklega eins og í default velum í FS? Hvenær á að ýta á VS á autopilotnum? Ég tek á loft og get einhvern veginn fengið hana til að klifra nokkuð jafnt en svo er hægt að ýta á ALT og ALTLVEVEL eða eitthvað í þá áttina og þá fer allt í rugl. Hvernig funkerar þetta? Takk.

VIRTUALCOL - FOKKER 50 (4 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Hvernig kaupir maður VIRTUALCOL fokkerinn á öruggann hátt? Virkar hann í FS2004?

Spurning um flug (2 álit)

í Flug fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Sæl veriði og gleðilegt ár. Ég er oft að leika mér að stúdera flugið svolítið og langar að vita eitt. Ef þú hefur aðflugskort að Ísafirði þá byrjarðu á því að fara í RE (Reykjanesskóla) sem er NBD viti. Svo ferðu í aðflugsgeislann að OG (Ögri) og heldur svo 331° út Ísafjarðardjúp o.s.frv. Mig langar að vita þrennt. 1. Er gert ráð fyrir biðflugi (hringsóli) við Reykjanesskóla ef skyggni er slæmt? Finnst það svo þröngt og stutt í fjöll að austanverðu. Hef verið í flugi þarna með F50 og þá var...

Dash 8 Flugfélag Íslands (7 álit)

í Flug fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Sótti Flugfélags Dash 8 á netið um daginn. Vandamálið er að hún hoppar alltaf að framan þótt hún sé stopp og í bremsu og ég get ekkert gert til þess að koma í veg fyrir það. Getur einhver ráðlagt mér?

VW golf 4motion (2 álit)

í Bílar fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Vitið þið hvernig sídrifið er að koma út í VW Golf 4motion?

Karaoke forrit (0 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Er til eitthvað gott karaoke forrit fyrir mp3 og wma skrár. Svona sem hægt er að taka út sönginn og þess háttar?

Windows XP Media Center Edition 2005 (1 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hvað er Windows XP Media Center Edition 2005 og hvernig get ég nálgast það? Var að uppfæra hjá mér tölvuna og bauðst eitthað forrit sem ekki virkar nema ég hafi Windows XP Media Center Edition 2005

Stælar (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum
Góða kvöldið. Til eru einhverskonar STYLE-ar sem menn nota oft í hljómborð. Hvar er hægt að komast yfir safn af svona style-um?

GTA LCS spurning (5 álit)

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Getur maður gert eitthvað til þess að leikurinn verði eins og kláraður. Þannig að maður komist um allt eins og maður vill. Gat fengið skrá á netinu fyrir GTA Vice og San Andreas á PC og þá var það klappað og klárt þar. En er það hægt á PS2?

Vantar harmonikku. (6 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Óska eftir harmonikku. Helst 120 bassa.

MP3 í midi (1 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Sæl enn og aftur. Nú langar mig að vita hvort eitthvað forrit sé til sem breytir mp3 og Wav lögum í midi án mikillar og flóknar fyrirhafnar.

Forrit fyrir tónlist. (3 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Komiði sæl. Er til eitthvað forrit á netinu sem ég get sótt og breytt tónlist sem ég spila með því. T.d. spilað midi og tekið út hljóðfærið sem spilar laglínuna. (Gert karoke útgáfu?) Kær kveðja?

Lag úr Dressmann auglýsingu (1 álit)

í Músík almennt fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Halló. Getið þið sagt mér eitthvað um lagið sem notað er í nýjustu Dresmann auglýsingunni í sjónvarpi og útvarpi. Allar upplýsingar vel þegnar.

Adiago með Laru Fabian (1 álit)

í Klassík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Komið þið sæl. Á disknum Pottþétt ást 3 er lag með söngkonunni Laru Fabian sem heitir Adiago. Lagið sjálft er mjög þekkt frá einhverju þekktu tónskáldi en hún syngur eigin texta með laginu. Veit einhver hvað upprunalega lagið heitir? Allar upplýsingar frábærlega þegna og því nákvæmari upplýsingar um nafnið því frábærara. Kærar kveðjur.

VFR/IFR (1 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Sæl veriði. Ég var að velta einu fyrir mér. Ef ég er í VFR-flugi í fínu veðri og skyggni en þarf svo kannski að breyta yfir í IFR, er það þá ekki hægt nema að lenda á flugvelli og hefja IFR þaðan? Kv. Vari.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok