Sæl veriði og gleðilegt ár. Ég er oft að leika mér að stúdera flugið svolítið og langar að vita eitt. Ef þú hefur aðflugskort að Ísafirði þá byrjarðu á því að fara í RE (Reykjanesskóla) sem er NBD viti. Svo ferðu í aðflugsgeislann að OG (Ögri) og heldur svo 331° út Ísafjarðardjúp o.s.frv.

Mig langar að vita þrennt.

1. Er gert ráð fyrir biðflugi (hringsóli) við Reykjanesskóla ef skyggni er slæmt? Finnst það svo þröngt og stutt í fjöll að austanverðu. Hef verið í flugi þarna með F50 og þá var hringsólað um allt Ísaf.djúp og um Hornstrandir.

2. Getur geislinn að Ögri tekið vélarnar niður líka, (lækkað flug þeirra á sjálfstýringu, approach) eða er hann bara til að stjórna stefnunni?

3. Fór eitt sinn fljúgandi til Ísafjarðar með F50 og þá var flogið beint í OG (Ögur) og meira að segja norðan við vitann en Reykjanesskóla sleppt. Getur einhver gefið mér mögulega ástæðu fyrir því?

Tek fram að ég hef ekki mikið vit á þessu en er mikið að pæla í þessu.

Takk. :)