við vorum að fara í samræmd próf í ensku(bara svona æfing) og það var svona hlustun. Svo sagði kallinn sem var að tala í útvarpinu að nú yrði gert hlé til að lesa yfir spurningarnar. Svo las ég spurningarnar og beið og kallinn byrjaði ekkert að tala og þá sagði enskukennarinn minn : “já ég ætlaði bara að láta ykkur vita að þulurinn er látinn” og mér fannst það svo fyndið(ég veit ekki af hverju) að ég hló heillengi bara einn í tímanum ='D