Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Basic forritun í C# - part 1

í Forritun fyrir 18 árum
Enginn tilgangur fyrir þig að lesa þetta ef þú skilur ekki baun. Þetta er forritunarmálið C# frá Microsoft. Hann er að forrita forrit sem spyr um nafn og aldur og skilar því svo út aftur í Console. Margar greinar hér á Huga hafa ekki tilgang en þessi er bara til að sýna einfaldleika þessa tungumáls. Eins og titillinn segir: “Basic forritun í C#” þá er, eins og allir vita, Basic forritun í mörgum sýnisskjölum HelloWorld textinn og oft I/O í Console.

Re: Basic forritun í C# - part 1

í Forritun fyrir 18 árum
Í raun og veru þá þarf hann þess ekki en það birtist þegar þú býrð til nýtt Console Application. Hann er semsagt að afrita beint hingað inná og ekkert fínpúss.

Re: Smá hjálp fyrir noobie

í Linux fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hann spurði um Linux fyrir noob. Er það ekki? Ubuntu er þannig.

Re: Smá hjálp fyrir noobie

í Linux fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ubuntu er til á Huga: http://ubuntu.hugi.is/releases/5.10/ Þú getur prófað fyrst Live útgáfuna af Ubuntu og kannað umhverfið og þ.h Suse er á Rhnet: http://ftp.rhnet.is/pub/suse/i386/current/iso/ Einnig geturu prófað Live af Suse => DVD disku

Re: Smá hjálp fyrir noobie

í Linux fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Kannski Ubuntu eða Suse. Hef prófað bæði og þau eru user friendly mundi ég telja.

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ert þú ekki að gera nákvæmlega það sama? Ég mundi halda það. Vertu ekki að skipta þér af því sem ég er að gera!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Semsagt, flesti eru margir. Hve margir eru það? 1-10-100-1000. Flestir og margir er afstæð fjöldaskilgreining. Ekki hægt að nota slíkt til að tjá sig um fjölda. Ég á marga ættingja. Hvað eru það margir?

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
HVAÐ Í DAUÐANUM ÞÝÐIR “prolly”. Ert þú að gagnrýna mig fyrir það að gagnrýna? Þetta hjá þér var nú bara til einskis, segir að ég sé að gagnrýna bara til að gagnrýna. En hvað ert þú að gera þá?

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Vá, það er endalaust gaman að leiðrétta þig. mikil stafsetningarfríker einmitt skrifað vitlaust enn á ný. Rétt er að segja: “mikið stafsetningarfrík”, þar sem stafsetningarfrík er hvorugkynsorð, nema auðvitað að þú talir um sjálfa þig í fleirtölu :) Af hverju segiru alltaf “flestum”? Ert þú talsmaður flestra? :s

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég veit, hafði bara ekkert annað að gera :D Bara að reyna að skemmta mér smá.

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ónei!! Mér finnst lagið hennar snilld. Hún Silvía er töff. Fólkið sem er á móti henni er bara öfundsjúkt, það má fara til helvítis. Ef gagnrýni á stafsetningu og málfræðivillum segir allt um mig, segðu mér þá hvernig ég er (nákvæmlega). Ef þú segist vera 30 ára eins og er á Kasmír þá máttu fara aftur í skóla. Ps. Langar rosalega að segja að Sylvía er skrifað vitlaust :D Hvet þig eindregið að kíkja á http://www.ruv.is/eurovision og sjá það sjálfur.

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Helduru það? Til hvers að læra það? Ef það væru engar málfræðireglur, hver væri þá munurinn á því að tína og tína, sem er týna og tína? Segðu mér það endilega. Hver er munurinn á minni og minni, sem er einnig mynni og minni? Þá höfum við það þannig, hættum að nota málfræðireglur og skrifum okkar eigin tungumál vitlaust.

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Og já, gleymdi einu….. Málfræði-kennari er skrifað vitlaust. Það er málfræðikennari.

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Nei, ég kann mitt mál, ólíkt sumum! Ef Íslendingar skrifa eins og þeim sýnist þá væri þetta tungumál ekki til og líklegast engar málfræðireglur heldur. Hvernig eigum við að skrifa? Kannski svona: “Hei, koddu marr. Mi langar so að kissa þig, sklru. Omg!! MARR!!! LOL!!!! Bra sklru, förum og kinnumst öllum kidsunum. Þúst þú kannt ekket, kommon. Plís gemmer nammi.” Þú vilt e.t.v. hafa þetta svona, ekki ég takk.

Re: Smá Pæling um Silvíu okkar.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Varð fyrir miklu áfalli þegar ég las þessa grein. Og það er það sem við keppum um er það ekki? Við erum að keppast um að senda inn sem best lag til að koma Íslandi á kortið. Sú hugsun finnst mér aðeins vera komin út í Öfgar hérna.Þessi málsgrein er eitthvað skrítin, ætti að vera: “Og það er það sem við keppum um, er það ekki? Við erum að keppast um að senda inn gott lag til að koma Íslandi á kortið. Sú hugsun finnst mér aðeins vera komin út í öfgar (lítill stafur í öfgar) hérna.” er það ekki...

Re: Photoshop ?

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Búhú ég heiti thordur007 og ég þarf að segja svona tilgangslaust svar!!! Sýndu smá tillitssemi hér við svör sem fólk vill fá. Greinilega að þú vitir ekki svarið og þá skaltu ekki svara.

Re: Íran=WW3?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Telur þú sem sagt að þeir kunni ótrúlega vel á þessi vopn. Maður þarf að höndla kjarnorkuvop með kunnáttu. Ég stórefast um það að þeir ætli að sprengja upp heiminn. Maður ýtir ekk ibara á einhvern takka og þá fer sprengja þangað ssem hún á að fara, maður þarf allskonar búnað og þ.h. Eitthvað sem Íranar hafa ábyggilega ekki. En BNA telja sig samt eiga rétt á að skipta sér af öðrum, skipta sér af hlutum sem þeim koma ekkert við.

Re: (Ó)Afsögn stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hehe, já, mikið rétt. Hún er ekki að brjóta neitt af sér og tengist ekki NEITT þessari grein. Eru þá semsagt margir þeirra sem eru á Alþingi ekki á sakarskrá (þ.e.a.s. þeir sem hafa brotið af sér). Kannski hafa þeir bara borgað tryggingu og eru lausir allra mála!!! Ég vil fá að benda á það að Vigdís Finnbogadóttir gaf manni upp sakir fyrir að stela milljónum frá gamalli fósturmóður sinni, tel það hafa verið einnig skjalafals. Fósturmóðir hans þekkti Vigdísi og bað um þetta. Hann er semsagt...

Re: (Ó)Afsögn stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já kannski en bara brot sem stangast á við almenn hegningarlög. Þú mundir ekki vilja fá mann sem Fjármálaráðherra t.d. hafi hann svikið undan skatti, stolið miljónum úr sjóðum og þ.h. En allir ríkisstarfsmenn eiga að hafa gætur á sínum gjörðum. Ekki bara gera hitt og þetta.

Re: Vírusvörn

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
http://www.free-av.com/ Þessi er hrein snilld.

Re: Hversu vonlaust er Ísland?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Maður tapar varla mörgum á lífsleiðinni. Margir hafa byrjað ungir en eru feikilega gáfaðir enn þann dag í dag. Ég var oft úti, kannski ekki alltaf “úti” en ekki var ég að drekka og reykja þá(ekki heldur í dag). Og ekki var mér nauðgað. Það fer nú ekki einhver og nauðgar 12 ára krakka nema sá aðili er alltaf úti seint að leita af 12 ára krökkum :) “Hey, 12 ára krakki kl 3 um nótt. Best að taka hann eitthvert og nauðga honum…muahahha” Ef við missum þessar heilafrumur með því að drekka þá væri...

Re: (Ó)Afsögn stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Bara svo þú vitir þá er ég að tala um aðeins meira en söðvunarkyldubrot og þess háttar. Meira svona stela og ljúga að fólki fram og til baka.

Re: Íran=WW3?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hversu oft hafa BNA-menn logið um önnur lönd. Hvað með lygina sem þeir sögðu öllum heiminum um Írak, að þeir ættu slatta af gereyðingarvopnum og þ.h. Ég gæti alveg eins látið þig fá skjöl sem segja að mamma þín sé brjálaður axarmorðingi. Mundiru trúa mér? Eða kannski að Ísland sé með leynihermenn um allan heim og ætli að taka völdin yfir heiminum. Mundiru trúa mér???!?!? HAAAAAAAA? Af hverju mega BNA-menn eiga vopn en ekki aðrir?

Re: Matvöruverð og umræðan um verðmun milli Norðurlandana

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Yndisleg lesning!!! Er ekki okkar blessaða ríki að banna innfluttning á öllu saman, eins og með þetta upptalda hjá þér. Svo setja þeir líka rosalega skatta á öllu innflutta. Einnig eins og með kjöt, má bara flytja það inn á ákveðnum tímum, líkt og á jólunum. Svo er það ábyggilega vel vitað að Baugur er ekki endilega vondi kallinn í þessu öllu saman þrátt fyrir að eiga voðalega mikið í öllum markaðinum hér. Menn þurftu bara að kenna einhverjum um allt þetta ruglumbull og Baugur var fyrir því.

Re: skrifa + 700mb á cd

í Hugi fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það er í lagi að skrifa það á 700 MB disk. Skrifaði einu sinni 785 MB og það virkaði fínt. En það verður að “finalize”-a diskinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok