Já nú ættu flestir að þekkja umræðuna um Silvíu night. Hún tók þátt í forkeppni um Eurovision framlag okkar Íslendinga. Já en einhvernvegin lak svo á netið.

Smá pæling hérna? Væri lagið ekki alveg jafn vinsælt ef að það hefði ekki komist á netið? Eitt er víst að það væri jafn gott.

Og það er það sem við keppum um er það ekki? Við erum að keppast um að senda inn sem best lag til að koma Íslandi á kortið. Sú hugsun finnst mér aðeins vera komin út í Öfgar hérna.

Hinir keppendurnir eru núna “geðveikt” svekktir fyrir það eitt að hafa ekki sett sitt lag líka á netið. Þeir fá ekki jafn góða markaðssetningu eins og lagið hennar! Hvers vegna er það? er það ekki bara vegna þess að hennar lag er gott og þeirra líka?

Segjum svo að ég (sem er enginn sérstakur lagahöfundur) mundi taka þátt í Eurovision forkepninni og síðan mundi það “óvart” slisast inná netið. Bíddu nú við er það þar með sagt að mitt lag yrði best? Yrði það þá vinsælast og allir mundu segja “Vá þessi gaur er sko geðveikur”? Nei það mundi ekki gerast þannig.

Eina ástæðan fyrir því að þetta lag er svona vinsælt er sú að það er gott, það er flott og vel sungið. Er það ekki einmitt það sem við erum að leita eftir? Góðum söngvara með gott lag? (héllt það)

Jæja eftir þennann lestur þá hvet ég ykkur til að commenta þetta aðeins og sömuleiðis hvet ég Pál Magnússon til þess að hugsa sig verulega um áður en hann ákveður hvort hann leyfir henni Ágústu að taka þátt í loka keppnini.