Vá ég er búin að bíða eftir þessari mynd í meira en 2 ár, fylgjast með allri þróun og svoleiðis og loksins þegar hún kom í bíó 26 desember á Íslandi þá var hún bara á Íslensku. Vá ég varð ekkert smá pirruð. Var að senda póst á sambíóin og er að pæla að hringja í skrifstofuna þegar hún opnar aftur. Þetta er eitt það mest ömurlega sem þeir geta gert, plús það ef þessi mynd stendur sig ekki vel í bíó þá getur það markað endinn á 2D teiknimyndum sem hefur alltaf verið draumur minn að vinna við....