Tónleikar í Populus Tremula(undir Listasafninu, beint á mót Kaffi Karólínu) á Akureyri föstudaginn 17. apríl! Sérstakir gestir verða hardcore bandið Chino frá Egilsstöðum en þeir fóru nýlega suður til Reykjavíkur og spiluðu þar á tveim tónleikum við góðar undirtektir. Þeir eru einnig þekktir fyrir mikið dálæti á könglaáti eins og Egilsstaðabúa er von og vísa Fram koma: ENDRUM CHINO IBLIS PROVOKE Húsið opnar 20:30 og hefjast tónleikarnir stundvíslega 21:00. Headbang og sviðsdýfur eru æskilegar.