Pikkuparnir eru no-name, þeir eru líka extra vafðir og eru þ.a.l. mjög kraftmiklir. Hreini hljómurinn er þykkur og mjúkur. Á overdrive/distortion/fuzz er hljómurinn vel rifinn og skilar vel rokkuðu soundi. Eins og gunnar benti á, þá eru þetta ódýr hljóðfæri og nægilegt svigrúm til að setja draumapikkupana í þau án þess að verðið fari úr böndunum. Hugmyndafræðin á bakvið spilverks hljóðfærin er sú að það sé fyrst og fremst gott að spila á þau, það er númer 1, 2 og 3! Einnig að verðið sé lágt...