hluti af safninu mínu frá vinstri:
Telecaster project - SG made in Iceland - 1966 epiphone casino - fender jazzmaster jap - fender jaguar jap.

uppáhaldið mitt er klárlega epiphone-inn. eitt besta P-90 sánd sem sögur fara af. þó að hann sé gamall er hann allveg í toppstandi og æðislegt að spila á hann. Hann er líka frá þeim tíma sem Gibson framleiddi alla epiphone í Gibson verksmiðjunum í bandaríkjunum, áður en Epiphone framleiðslan var flutt til japans. sem sagt, þetta er basicly Gigson gítar.

SG-inn sem Gunnar Örn gítarsmiður smíðaði er líka allger draumur. Einn besti háls sem ég hef prufað.

Jazzmasterinn nota ég líklegast mest. Fíla rosalega groovið í honum og sérstaklega eftir að ég setti Seymour Duncan quarter pound pikkuppa í hann.

Tele projectið nota ég helling líka. þrususándar með 4way switch-inum og seymour duncan antiquity pikkunum. Ég var mjög heppinn hvað þetta project heppnaðist vel.

Jaguarinn er líka helvíti skemmtilegur. doldið skondið að spila á svona stuttan skala og auðvitað skellti ég líka seymour D í hann líka:)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~