Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

psycho
psycho Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
8.434 stig
******************************************************************************************

Jónas og Magga 108 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas kom heim úr vinnunni dag einn og sá þá að allt var í uppnámi heima hjá honum. Krakkarnir voru úti að leika sér í drullu og svaði enn í náttfötunum. Það voru tómir pizza-kassar um allt, umbúðir og flöskur. Þegar hann kom inn í húsið sá hann enn meira róðarí þar. Óhreinir diskar í hrúgu á borðinu, hundamatur umm allt eldhúsgólfið, brotið glas undir borðinu og dálítil sandhrúga við bakdyrnar. Í stofunni voru föt og leikföng um allt og einn lampinn var oltinn um koll. Hann steig varlega á...

Jónas og Magga 107 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas er harðduglegur maður og vinnur myrkranna á milli, en í frístundum sínum sundar hann íþróttir af kappi, blak og innanhússfótbolta, svo að eina góða helgi ákveður Magga, konan hans, að lyfta aðeins skapinu hjá honum og fara með hann út á lífið. Þau klæða sig í sitt besta púss og fara á einn af þessum stöðum þar sem boðið er upp á „listdans“. Dyravörðurinn á skemmtistaðnum sér þau koma og kallar til Jónasar „Góða kvöldið, Jónas. Hvernig hefurðu það í kvöld?“ Magga verður hissa á þessu og...

Jónas og Magga 106 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Magga var í heimsókn hjá Doktor Jensen og hafði Sigga litla með sér. Siggi var nokkuð handóður og lét illa í næsta herbergi á meðan Magga talaði við lækninn, en læknirinn lét það ekki mikið á sig fá. En þegar heyrðist mikið og hævært brothljóð úr næsta herbergi, sagði Magga „Ég vona, doktor Jensen, að það sé í lagi þó Siggi litli leiki sér þarna í næsta herbergi?“ „Þetta er allt í lagi,“ sagði læknirinn. „Hann róast þegar hann finnur eitursafnið mitt.“...

Jónas og Magga 105 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas stoppaði við í galleríinu þar sem málverkin hans voru til sölu og spurði listfræðinginn sem starfaði þar hvort einhver málverka hans hefðu selst. „Ja … ég hef bæði góðar fréttir og slæmar fréttir,“ sagði listfræðingurinn. „Góðu fréttirnar eru þær að það kom hérna maður sem spurði um verkin þín og vildi fá að vita hvort þau yrðu verðmætari eftir þinn dag. Þegar ég sagði honum að þau yrðu það, þá keypti hann öll 15 málverkin þín.“ „Það er frábært,“ sagði Jónas. „En hverjar eru slæmu...

Jónas og Magga 104 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
„Segðu mér, Jónas,“ sagði Guðmundur vinur hans einn góðan veðurdag, „hvað getur maður borðað margar smákökur á tóman maga?“ Jónas hugsaði lengi og vel og sagði svo „Ja, ég gæti ímyndað mér svona fimm.“ „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Guðmundur. „Maður getur bara borðað eina, því eftir það er maður ekki með tóman maga lengur! Plataði þig!“ Jónasi fannst mikið til koma og ákvað að gera smá grín að Möggu, konu sinni, þegar hann kæmi heim. „Hæ, elskan, hvað getur maður borðað margar smákökur á...

Jónas og Magga 103 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
„Hún Magga konan mín er helvítis lygari!“ sagði Jónas við Guðmund vin sinn þar sem þeir sátu hlið við hlið á hverfiskránni og fengu sér nokkrar krúsir. „Hvað meinarðu?“ spurði Guðmundur, samúðin uppmáluð, enda búinn að fá sér nokkra. „Hún kom ekki heim alla síðustu nótt og þegar ég spurði hana hvar hún hefði verið, þá sagðist hún hafa verið hjá Siggu systur sinni.“ „Og hvað með það?“ „Ja, hún bara lýgur því! Ég var hjá Siggu systur hennar alla nóttina!“...

Jónas og Magga 102 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þegar Jónas var ungur fékk hann tímabundið starf í kjörbúð. Fyrsta daginn tók verslunarstjórinn á móti honum, heilsaði honum ynnilega, rétti honum kúst og sagði „Þitt starf, svona fyrsta kastið, verður að sópa gólfið.“ „En ég er nýútskrifaður úr Menntaskóla með stúdentspróf,“ sagði Jónas móðgaður. „Nú? Fyrirgefðu,“ sagði verslunarstjórinn. „Láttu mig fá kústinn. Ég skal sýna þér hvernig á að nota hann.“...

Jónas og Magga 101 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas og Guðmundur voru að sötra á hverfiskránni. Allt í einu tók Jónas bakföll á barstólnum og datt í gólfið. Þar lá hann og hreyfði sig ekki. Guðmundur horfði á hann í góðan tíma, en sagði svo við barþjóninn: „Það má segja margt ljótt um hann Jónas, vin min, elsku kallinn, … en hann veit hvenær hann á að hætta!“ <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b>...

Jónas og Magga 100 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Siggi litli var á gangi úti á götu einn góðan veðurdag þegar bíl var ekið uppað honum. Ökumaðurinn skrúfaði niður rúðuna og kallaði: „Ef þú kemur inn í bílinn, þá skal ég gefa þér 100 kall og góðan brjóstskykur. Siggi litli neitaði og gekk áfram. Stuttu seinna kom sami maður á sama bíl, stoppaði hjá Sigga og sagði: „En ef þú færð 200 krónur og tvo sleikipinna?“ Drengurinn sagði manninum að láta sig í friði og hélt áfram göngu sinni. Neðar í götunni stoppaði maðurinn aftur. „Ókei!“ sagði...

Jónas og Magga 99 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Guðmundur kom inn á bar og bað um tvo tvöfalda, handa sér og vini sínum. Barþjónninn sagði „Alveg sjáfsagt. Viltu fá báða drykkina núna eða viltu bíða eftir vini þínum?“ „Ég ætla fá þá báða núna. Ég er með besta vin minn hérna í vasanum.“ og hann tók 15 sentímetra háan mann upp úr vasanum og setti hann á barborðið. Barþjónninn var furðu lostinn. „Ætlarðu að segja að hann geti drukkið heilan tvöfaldan?“ „Ekkert mál. Helltu bara!“ Og barþjónninn horfði á í forundran er litli maðurinn drakk...

Jónas og Magga 98 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas og Guðmundur sátu og létur sér líða vel úti í sólinni einn góðan veðurdag þegar Svisslendingur á ferðalagi stoppaði hjá þeim og vildi fá upplýsingar. „Entschuldigung, können Sie Deutsch sprechen?“ spurði hann. Félagarnir bara störðu á móti. „Excusez-moi, parlez vous Francais?“ Vinir okkar störðu enn. „Parlare Italiano?“ Ekkert svar. „¿Hablan ustedes Espanol?“ Allt með kyrrum kjörum. Svisslendingurinn sneri þá uppá sig og ók móðgaður í burtu. Guðmundur sneri sér að Jónasi og sagði...

Jónas og Magga 97 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas og Guðmundur voru á barnum að súpa nokkra dökka. Jónas sagði „Veistu, þegar ég var þrítugur og fékk standpínu þá gat ég ekki beygt hann með báðum höndum. Þegar ég varð fertugur, þá gat ég beygt hann í 10 gráður ef ég reyndi mikið. Þegar ég náði fimmtugsaldri, þá gat ég beygt hann í 20 gráður. Ég verð 60 ára í næstu viku og ég get næstum beygt hann þvert með annarri hendi.“ „Og hvað með það?“ spurði Guðmundur. „Hvað ertu að reyna að segja?“ „Bara,“ sagði Jónas. „Ég er að velta því fyrir...

Jónas og Magga 96 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas frétti af því að bæði pabbi hans, afi og langafi hafi allir getað gengið á vatni daginn sem þeir urðu tuttugu og eins árs. „Ef þeir gátu þetta, þá hlýt ég að geta það líka!“ sagði hann við Guðmund vin sinn. Og á 21 árs afmælisdaginn hans tóku þeir bát á leigu, réru út á vatnið og Jónas steig út úr bátnum. Hann sökk umsvifalaust á bólakaf og var næstum druknaður þegar Guðmundur loks náði honum aftur um borð í bátinn. Æfareiður ók hann í hendingskasti heim til ömmu sinnar og spurði hana...

Jónas og Magga 95 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas fór til læknisins og þar tók á móti honum ungur læknaritari, löguleg, brjóstgóð og vel lærð kona með áberandi hæfileika á réttum stöðum. Ritarinn tók niður nafn Jónasar og sagði síðan „Læknirinn er frekar upptekinn akkúrat í augnablikinu, en ef þú segir mér hvað er að þér, þá get ég komið þér framarlega á forgöngulistann ef það er alvarlegt.“ Jónas roðnaði og hvítnaði á víxl og stundi svo upp „Ja, það er frekar vandræðalegt, en ég er haldinn að rosalegri og óstöðvandi standpínu og það...

Jónas og Magga 94 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas var á hverfiskránni, eins og svo mörg önnur kvöld og tók þá eftir dálaglegri ungri stúlku. Honum datt í hug að bjóða henni uppá drykk og honum til mikillar furðu, þáði hún drykkinn. Þau sátu lengi kvölds og fór vel á með þeim og um það bil sem kráin lokaði spurði stúlkan hvort Jónas vildi ekki fylgja sér heim. Þau stukku uppí leigubíl og um leið og þau komu heim til stúlkunnar, þá stukku þau upp í rúm og hömuðust bróðurpartinn af nóttinni. Að lokum velti Jónas sér af henni alveg...

Jónas og Magga 93 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas og Magga fóru að sofa eitt kvöldið eftir heiftarlegt rifrildi. Þau voru svo ill hvort út í annað, að þau töluðust ekki við. Jónas þurfti, aftur á móti að vakna snemma til að fara á mikilvægan fund, svo hann skrifaði á miða „Vektu mig klukkan sex!“ og setti hann á náttborðið hjá Möggu. Þegar Jónas vaknaði morguninn eftir klukkan tíu, þá fann hann miða á sænginni sinni og þar stóð „Klukkan er sex, drullusokkur. Vaknaðu!“...

Jónas og Magga 92 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Barþjónn var að afgreiða á bar og sagði manni, sem búinn var að drekka allnokkra bjóra að hann skuldaði þrjú þúsund krónur. „En ég er búinn að borga þér, manstu það ekki?“ sagði maðurinn. „Ókei,“ sagði barþjónninn. „Ef þú ert búinn að borga, þá ertu búinn að borga.“ Maðurinn fór þá út og sagði fyrsta manni sem hann hitti að barþjóninninn gæti ekki munað hver væri búinn að borga og hver ekki. Þessi maður hljóp þá inn á barinn, pantaði sér nokkra bjóra og notaði svo sama bragðið á barþjóninn....

Jónas og Magga 91 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas fer að hitta afa sinn aldraðan á sjúkrahúsinu. „Hvernig hefurðu það, afi minn?“ spyr Jónas. „Jú, bara þokkalega.“ svara sá gamli. „Hvernig er maturinn?“ „Jú, bara þokkalegur.“ „Og hjúkrunin? Hvernig er annast um þig hérna afi minn?“ „Þokkalega.“ sagði sá gamli. „Hvernig sefurðu?“ spurði Jónas. „Bara þokkalega.“ sagði Afi. „Ég sef níu tíma á hverri nóttu. Klukkan tíu á kvöldin er komið með heitt kakó og Viagra töflu handa okkur og það þarf ekki meira. Ég sofna eins og ungbarn.“ Jónas...

Jónas og Magga 90 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hannes, Guðmundur og Jónas voru á hverfiskránni eitt kvöld og keyptu einn miða hver í hlutaveltu af því að það átti að nota afraksturinn í gott málefni. Hannes vann fyrstu verðlaun, árs byrgðir af úrvals spaghettí-sósu. Guðmundur vann önnur verðlaun, hálfs árs byrgðir af sérlega löngu spaghettíi Jónas fékk sautjándu verðlaun: klósettbursta. Þegar þeir hittust aftur á hverfiskráni viku seinna spurði Jónas vini sína hvernig þeim líkaði verðlaunin sín. „Frábærlega!“ sagði Hannes. „Ég dýrka...

Jónas og Magga 89 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas var með slæma flensu og hringdi í lækninn sinn. Símadaman sagði honum að læknirinn gæti skoðað hann eftir þrjár vikur. „Þrjár vikur???“ öskraði Jónas af bræði í símann. „Eftir þrjár vikur gæti ég verið dauður!“ Símadaman svaraði róleg „Viltu þá vera svo góður að biðja konuna þína að afpanta tímann. Takk fyrir.“ <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho...

Jónas og Magga 88 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þrír félagar voru að metast um það hver hefði upplifað æsilegasta atburðinn. Hannes lýsti því þegar hann var í lögreglunni og lenti í æsilegri eftirför frá Hafnarfirði alla leið norður í Aðaldal og ók aldrei undir 170 km hraða. Hinir tveir kinkuðu kolli og féllust á að þetta hafi verið sannarlega æsilegt. Guðmundur sagði þá frá því þegar hann var í slökkviliðinu og þeir voru kallaðir í bruna um miðja nótt í húsmæðraskólanum. Það sem var æsilegast þar, var þegar stúlkurnar köstuðu sér hver á...

Jónas og Magga 87 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jónas vann hjá járnsmið þegar hann var ungur og montar sig gjarnan af því hvernig hann fór að því að efla vöðva sína það mikið að hann gæti unnið sitt starf þokkalega vel. Til að efla handleggs- og axlarvöðvana fann hann uppá því að standa fyrir utan bakdyrnar á smiðjunni með tveggja kílóa kartöflupoka í hvorri hendi, rétta handleggina út frá hliðinni og halda þeim þar eins lengi og hann gat. Eftir dálítinn tíma fór hann að nota fimm kílóa poka, síðan tíu kílóa poka og loks var hann orðinn...

Jónas og Magga 86 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Siggi var að rífast við foreldra sína, sem honum fanst vera gamaldags og leiðinleg. „Ég vil fá skemmtun, ævintýri, peninga og fallegt kvenfólk,“ sagði hann. „Ég fæ það aldrei hérna, svo ég ætla að flytja í burtu. Ekki reyna að stoppa mig!“ Með það stefndi hann á útidyrnar. Jónas, faðir hans, stóð á fætur og elti hann fram. „Heyrðir þú ekki hvað ég sagði, gamli?“ spurði Siggi. „Það þýðir ekkert að reyna að stoppa mig.“ „Ég er ekki að reyna að stoppa þig,“ sagði faðir hans. „Ég ætla að koma...

Jónas og Magga 85 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Séra Jónas var á prestastefnu og fyrstur til að taka til máls var biskupinn. Hann byrjaði ræðuna sína á frekar undarlegan hátt. Allir prestar landsins og nokkrir leikmenn urðu forviða þegar biskupinn sagði „Bestu árum ævi minnar hef ég eytt í örmum konu sem er ekki eiginkona mín.“ Eftir nokkra þögn og mikið hvískur meðal áheyrenda sagði biskup „Það var móðir mín!“ Allir viðstaddir fóru að hlægja og biskup hélt ræðu sinni áfram og öllum fannst hann segja vel frá og hafa merkilega hluti fram...

Jónas og Magga 84 (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Séra Jónas gekk fram á nokkra unga pilta sem sátu á kirkjutröppunun og voru að metast. Séra Jónas spurði þá hvað þeir væru að gera. „Svosem ekki neitt, Séra Jónas,“ sagði einn þeirra. „Við erum bara að veðja um það hver getur sagt rosalegustu lygasöguna um kynlíf sitt.“ „Drengir, drengir, drengir!“ sagði Jónas með sínum besta predikunartóni. „Ég er alveg gáttaður á ykkur. Ég skal segja ykkur, að þegar ég var á ykkar aldri, þá hugsaði ég aldrei nokkru sinni um kynlíf.“ Drengirnir kölluðu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok