Konan hans Jónasar kom óvænt heim einn daginn og kom þá að Jónasi í rúminu með ungri, laglegri stúlku með sítt hár. Hún varð æfareið, eins og gefur að skilja, og tók upp þungan skrautmun og ætlaði að kasta í þau. “Bíddu, bíddu,” sagði Jónas, “þú skilur ekki. Sko, hún er bara putta- ferðalangur,” útskýrði hann, “sem ég sá úti á þjóðveginum og ég tók hana upp í bílinn minn. Hún hafði ekki fengið neitt að borða í langan tíma, svo ég fór með hana heim og gaf henni mat. Þá sá ég að sandalarnir...