“Opinberir staðir” þýðir ekki endilega “fjölmennir staðir”. Ef það væru sett lög um að reykingar væru bannaðar á opinberum stöðum, þá væri líka bannað að standa einn úti og reykja. Einnig væri ólöglegt ef hópur reykingamanna stæði úti saman að reykja, þó enginn annar væri hjá. Maður þarf nú að vera í frekar mikilli nálægð við reykingamennina til að eiga möguleika á að skaðast eitthvað.