Það var bara ein grein í bið og það fyrsta sem ég gerði var að samþykkja hana. Svo voru þrjár kannanir “Er þetta áhugamál á uppleið?” allar frá sitthvorum notandanum! Og svo nokkrar draslkannanir sem voru svo illa skrifaðar að ég var ekki viss hvort ég skildi þær rétt. Nokkrar kannanir voru ágætar sem ég samþykkti svo. Ég er líka að reyna að samþykkja myndirnar smátt og smátt, svo þær fái allar smá athygli. Ég vona samt að þetta batni núna þegar það er kominn stjórnandi.