Þetta er tilkynning til aðdáenda spurningakeppninnar:

Ég hef minni og minni tíma til þess að semja spurningar fyrir spurningakeppnina á þessu áhugamáli og hefur hún verið óvirk í þó nokkurn tíma.

Það sem ég vil fá að vita er það hversu margir vilja að ég haldi áfram með spurningakeppnina og hvort fólk myndi almennt taka þátt í henni. Svarið þessari tilkynningu og látið mig vita ef að þið hafið áhuga. Ég mun síðan meta stöðu keppninnar og hefja hana á ný ef að nógu margir vilja fá hana aftur (10-15+)

Með von um svör. Medicus.