Ég nota reyndar ekki verkjalyf, nema í einstaka tilfellum. Fékk seinast verkjalyf í endann á júlí, og það var af því að ég var með stórt, djúpt sár í lófanum. Átti víst að fá einhver verkjalyf á meðan ég væri að jafna mig í hendinni en ég neitaði að fá lyfseðil fyrir þeim :P Ég er líka svo gott sem ónæmur fyrir verkjalyfjum nema í stórum skömmtum, og mér finnst mun verra að vera dofinn enn að verkja svo ég sé bara ekki tilganginn í þessu nema í einstaka tilfellum…