Já ég hlakka einnig helst til þess að sjá Sin City. Ég vil einnig benda þér á það að maður segir “Hvaða myndir hlakkið þið…” en ekki “..hlakkar ykkur..”.
Að mínu mati eru Star Wars ekkert sérstaklega góðar myndir, og þá aðallega Return Of The Jedi, sem mér finnst mjög slöpp. Og já, ég ætla að gerast svo djarfur að kalla þá mynd lélega.
Þú meintir reyndar væntanlega varðandi undirskriftina. Málið er það að ég nota kvikmyndaáhugmálið hvað mest og ætti fólk þá að getað sér kvikmyndasmekk minn út frá myndunum mínum - annars veit ég ekkert hvað ég er að hafa þetta þarna.
Síðan mín er svona meira ætluð þeim sem ég þekki vel…og þeir gætu haft gaman að því að sjá hvaða DVD myndir ég ætti. Annars hefur maður heyrt bara langflesta þessara brandara sem eru á þessari síðu þinni áður - í uppistandi eða öðru.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..