Battlefield var alveg töluvert stór en það skiptir ekki máli því þessi leikur var svo mikil snilld, hægt að hoppa í og úr öllum farartækjum og allt bara geðveikt, hefði mátt vera betri infantry en það er aukaatriði. En aðalmálið með af hverju hann meikaði það ekki almennilega held ég var það að það var alltaf geðveikt vesen að redda skrimmum og þú varst ekkert að fara í tölvuna klukkan 2 á nóttu og skrimma fram á morgun, þurfti allt að vera skipulagt fram í tíman, helst en ekkert alltaf.