Eftir dauðanum þarf ég lengi að bíða því ég þori ekki að taka það skref hikandi rölti niður lífsins veg og reglulega spyr, “en ef”? Leiðin er löng og vegurinn grýttur veistu hvað ég á við? Það rignir á mig alla daga ég vildi að ég væri eins og þið Samt hryllir mig við þeirri hugsun því sem þú, yrði mér aldrei rótt í myrkrið sæki ég mína huggun þú ert dagur, ég er nótt Dagarnir fimm svo lengi að líða en þessir tveir, ég lifi fyrir þá með bleksvört augu og brosið blíða nú fer ég fyrst að sjá.